Körfubolti

Arnþór yfirgefur Stólana „vegna fjárhagsaðstæðna“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnþór Freyr í leik gegn ÍR.
Arnþór Freyr í leik gegn ÍR. vísir/vilhelm
Arnþór Freyr Guðmundsson, bakvörður Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta, hefur spilað sinn síaðsta leik fyrir Stólana.

Í yfirlýsingu frá Stefáni Jónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls, sem birtist á karfan.is segir: „Er þessi ákvörðun tekin af stjórn félagsins vegna fjárhagsaðstæðna sem tengjast þó ekki Arnþóri Frey Guðmundssyni.“

Tindastóll tjaldaði miklu til fyrir veturinn í Dominos-deildinni, en liðið hélt bæði Darrell Flake og Darrell Lewis auk þess sem það fékk Kana og bætti við sig Arnþóri sem hefur spilað í atvinnumennsku á Spáni.

Arnþór spilaði tíu af ellefu leikjum Tindastóls fyrir áramót og olli miklum vonbrigðum, en þessi annars öflugi leikmaður skoraði aðeins 5,2 stig að meðaltali í leik.

„Það eru einhverjar viðræður komnar af stað við lið önnur lið í Domino´s-deildinni,“ sagði Arnþór við karfan.is um framhaldið hjá sér en óvíst er hvar hann endar.

Dominos-deild karla fer aftur af stað í vikunni. Stöð 2 Sport sýnir leik Keflavíkur og Þórs í beinni útsendingu á fimmtudaginn og stórleik KR og Stjörnunnar á föstudaginn. Dominos-Körfuboltakvöld snýr svo aftur eftir jólafrí á föstudaginn klukkan 22.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×