Þjálfari Grindavíkur reiður: Þetta er íþróttahús en ekki „menningarhús“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 09:45 Jóhann Þór Ólafsson hefur engan húmor fyrir þrettándagleði degi fyrir leik hjá sér. vísir/stefán Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason. Dominos-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason.
Dominos-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira