Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent