Forsetinn skiptir máli og á hann mun reyna skjóðan skrifar 6. janúar 2016 09:15 Eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar verður kosinn á þessu ári. Það er ekki fyrir hvern sem er að fara í skóna hans. Í tíð Ólafs hefur eðli forsetaembættisins breyst verulega. Ekki síst hefur það verið fyrir tilstuðlan forsetans sjálfs, sem m.a. virkjaði málskotsréttinn. En fleira kemur til. Þjóðin gerir meiri kröfu um bein áhrif á stjórnarathafnir nú en áður. Sjálfsagt hefur það eitthvað með internetið og samfélagsmiðla að gera, en staðreyndin er sú að stjórnmálamenn geta ekki lengur hunsað kjósendur í þrjú og hálft ár af hverjum fjórum. Það flokkast því fremur undir óskhyggju hjá forsætisráðherra en yfirvegaða skoðun að næsti forseti þurfi ekki að fara að fordæmi Ólafs Ragnars og skipta sér af pólitík líkt og Ólafur hefur gert m.a. með því að vísa þrennum lögum frá Alþingi í dóm kjósenda. Framvegis verður forseti einungis ópólitískur ef ríkisstjórnarmeirihluti gætir þess vel og vandlega að reyna ekki að keyra umdeild mál í gegnum Alþingi í krafti meirihlutaræðis. Og hversu líklegt er að t.d. núverandi ríkisstjórn geti haldið sér í sátt við kjósendur út kjörtímabilið? Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa hafa svikið loforð um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB. Hún rembist eins og rjúpan við staurinn við að færa fiskinn í sjónum varanlega í hendur örfárra aðila gegn vilja þjóðarinnar. Henni hefur enn ekki tekist að ganga frá breytingum á stjórnarskránni sem tækju til auðlinda þjóðarinnar og beins lýðræðis. Þá vantreystir fólk ríkisstjórninni til að einkavæða ríkisbanka á sómasamlegan hátt. Mörg þau atriði sem hér hafa verið talin til, og fleiri sem látin eru ónefnd, hafa mikil áhrif á viðskiptaumhverfið hér á landi til framtíðar. Á meðan ekki er búið að ganga frá breytingum á stjórnarskrá sem tryggja þjóðinni síðasta orðið í umdeildum málum er það forsetinn einn sem getur vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu standi ekki vilji til þess hjá meirihluta Alþingis. Því munu kjósendur velja þann frambjóðanda sem þeir treysta til að færa valdið til þjóðarinnar frá ríkisstjórnarmeirihlutanum hverju sinni sé gjá milli þings og þjóðar í mikilvægum málum. Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni. Hann eða hún getur þurft að standa fast í lappirnar gegn ríkisstjórn á kosningavetri. Skjóðan Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar verður kosinn á þessu ári. Það er ekki fyrir hvern sem er að fara í skóna hans. Í tíð Ólafs hefur eðli forsetaembættisins breyst verulega. Ekki síst hefur það verið fyrir tilstuðlan forsetans sjálfs, sem m.a. virkjaði málskotsréttinn. En fleira kemur til. Þjóðin gerir meiri kröfu um bein áhrif á stjórnarathafnir nú en áður. Sjálfsagt hefur það eitthvað með internetið og samfélagsmiðla að gera, en staðreyndin er sú að stjórnmálamenn geta ekki lengur hunsað kjósendur í þrjú og hálft ár af hverjum fjórum. Það flokkast því fremur undir óskhyggju hjá forsætisráðherra en yfirvegaða skoðun að næsti forseti þurfi ekki að fara að fordæmi Ólafs Ragnars og skipta sér af pólitík líkt og Ólafur hefur gert m.a. með því að vísa þrennum lögum frá Alþingi í dóm kjósenda. Framvegis verður forseti einungis ópólitískur ef ríkisstjórnarmeirihluti gætir þess vel og vandlega að reyna ekki að keyra umdeild mál í gegnum Alþingi í krafti meirihlutaræðis. Og hversu líklegt er að t.d. núverandi ríkisstjórn geti haldið sér í sátt við kjósendur út kjörtímabilið? Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa hafa svikið loforð um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB. Hún rembist eins og rjúpan við staurinn við að færa fiskinn í sjónum varanlega í hendur örfárra aðila gegn vilja þjóðarinnar. Henni hefur enn ekki tekist að ganga frá breytingum á stjórnarskránni sem tækju til auðlinda þjóðarinnar og beins lýðræðis. Þá vantreystir fólk ríkisstjórninni til að einkavæða ríkisbanka á sómasamlegan hátt. Mörg þau atriði sem hér hafa verið talin til, og fleiri sem látin eru ónefnd, hafa mikil áhrif á viðskiptaumhverfið hér á landi til framtíðar. Á meðan ekki er búið að ganga frá breytingum á stjórnarskrá sem tryggja þjóðinni síðasta orðið í umdeildum málum er það forsetinn einn sem getur vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu standi ekki vilji til þess hjá meirihluta Alþingis. Því munu kjósendur velja þann frambjóðanda sem þeir treysta til að færa valdið til þjóðarinnar frá ríkisstjórnarmeirihlutanum hverju sinni sé gjá milli þings og þjóðar í mikilvægum málum. Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni. Hann eða hún getur þurft að standa fast í lappirnar gegn ríkisstjórn á kosningavetri.
Skjóðan Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent