Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 79-65 | Snæfell vann í endurkomu Pálma Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 7. janúar 2016 20:45 Pálmi Freyr Sigurgeirsson. vísir/Stefán Snæfellingar unnu fjórtán stiga sigur á kanalausum Haukum, 79-65, í Stykkishólmi í kvöld í fyrstu umferð nýs árs í Domino´s deild karla í körfubolta. Brandon Mobley, nýr Bandaríkjamaður Haukaliðsins, er ekki kominn til landsins og Haukaliðið mátti ekki við því að mæta án bandarísks leikmanns í Hólminn í kvöld. Pálmi Freyr Sigurgeirsson tók skóna af hillunni og spilaði með Snæfelli í kvöld en Hólmarar hafa glímt við mikil meiðsli að undanförnu og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson plataði Pálma til að snúa aftur inn á völlinn. Sherrod Nigel Wright var þó maður leiksins en hann skoraði 42 stig og tók 21 frákast fyrir Snæfellsliðið í kvöld. Hann skilaði alls 51 framlagsstigi til liðsins. Snæfellsliðið tapaði þremur síðustu leikjum sínum fyrir jól og var bara búið að vinna einn af fyrstu fjórum heimaleikjum sínum. Hólmarar sýndu með þessum sigri að þeir ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Það var mikil spenna í leikmönnum liðanna í kvöld og óvenju mikið um tæknivillur. Snæfell komst í 14-3 í upphafi leiks, var 19-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með sjö stiga forystu í hálfeik, 41-34. Snæfell hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleik og vann öruggan sigur.Snæfell-Haukar 79-65 (19-18, 22-16, 15-15, 23-16)Snæfell: Sherrod Nigel Wright 42/21 fráköst, Austin Magnus Bracey 11/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/11 fráköst/3 varin skot, Óskar Hjartarson 6, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3.Haukar: Kári Jónsson 19/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 12/6 fráköst, Emil Barja 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9/14 fráköst, Kristinn Marinósson 8/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Jón Ólafur Magnússon 2.Ívar: Ekki með leikmann sem póstar „Við vorum bara slakir, hittum illa og sættum okkur við að taka bara þrista hvað eftir annað í staðin fyrir að sækja yfir teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. „Við erum ekki með leikmann inn á vellinum sem reynir að pósta upp,“ bætti hann við hugsi. „Þegar við skiptum inn stórum manni [...] þá fer hann bara út í pikk og við látum ýta okkur út úr öllum stöðum.“ Aðspurður hvort fjöldi tæknivillna hafi haft áhrif á gang leiksins sagði Ívar svo ekki vera. Bæði lið fengu tæknivillu „í annarri hverri sókn“ þannig að dómarar leiksins voru nokkuð samkvæmir sjálfum sér. Haukar eiga von á nýjum leikmanni og vonar Ívar að þar með leysist vandinn inn í teig.Ingi Þór: Þessi sigur er algjör demantur „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur og að við fengum svona framlag frá Ameríkukananum okkar sem var gríðarlega mikið og gott,“ sagði Ingi Þór brattur eftir sigurinn. „Haukarnir komu hingað frekar flatir og við byrjuðum sterkt og fengum trú. Við vorum grimmari en í bikarnum hérna um daginn þegar við áttum ekkert í þá. Mér fannst við líka gera ágætlega varnalega séð.“ „Við erum í þannig stöðu að við þurfum að berjast og þessi sigur er algjör demantur. FSu vann líka þannig að þetta var mjög mikilvægur sigur og gott að vinna á heimavelli.“ Nú er ljóst að Óli Ragnar verður frá í lengri tíma þannig að menn verða að stíga upp og leysa leikstjórnanda hlutverkið. „Austin [Bracey] gerði það ágætlega í dag og Sherrod líka. Svo var gaman að sjá Pálma [Sigurgeirsson] með boltann, sérstaklega þegar Kári [Jónsson] fór að pressa hann. En við þurfum að leysa þessa stöðu og það þýðir bara tækifæri fyrir aðra.“Sherrod Nigel Wright: Ég er bara venjulegur gæi „Ég er ánægður með sigurinn. Bæði liðin spiluðu mjög harðan bolta. Við höfum átt góðar æfingar að undanförnu og vissum að við ættum tækifæri á að vinna þennan leik. Þeir unnu á móti okkur í fyrri umferð og svo í bikarnum. Okkur fannst við þurfa sýna þeim annarskonar lið en þeir mættu þá,“ sagði Sherrod Nigel Wright sem var með 42 stig og 21 frákast í kvöld. „Ég er bara venjulegur gæi,“ sagði Wright eftir súperframmistöðuna í kvöld.Finnur: Bökkuðum frá og vorum hægir „Varnalega vorum við allt í lagi. Að fá undir 80 stig á sig er ekkert hræðilegt en við vorum hægir á löppunum. Við höfum bara haft það of gott um hátíðirnar,“ sagði Finnur. „Þegar við fengum kontakt á okkur í sókn þá bökkuðum við bara frá þeim í stað þess að taka það sterkt eins og þeir voru að gera. Þess vegna fengu þeir fleiri víti en við. Við bökkuðum frá en þeir fóru inn í okkur.“ „Dómararnir voru ekkert lélegir. Það er ekki þeim að kenna að við töpuðum. Við vældum og vældum og þess vegna fengum við tæknivillur. Þetta var alveg rétt.“ Varðandi framhaldið og væntanlegan liðsauka hafði Finnur eftirfarandi að segja: „Við erum með 5 tapleiki í deildinni en það er enn janúar og ef ég má nú vitna í fyrriverandi fyrirliðan minn Fannar Ólafsson: það verður engin íslandsmeistari í janúar. Þannig að ef að kaninn kemur og gefur okkur það sem við þurfum í okkar leik, meiri sýnileika í teignum og meiri styrk, meiri pepp, erum við til alls líklegir,“ sagði Finnur.Textalýsingu frá leik Snæfels og Hauk má finna hér fyrir neðan.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Snæfellingar unnu fjórtán stiga sigur á kanalausum Haukum, 79-65, í Stykkishólmi í kvöld í fyrstu umferð nýs árs í Domino´s deild karla í körfubolta. Brandon Mobley, nýr Bandaríkjamaður Haukaliðsins, er ekki kominn til landsins og Haukaliðið mátti ekki við því að mæta án bandarísks leikmanns í Hólminn í kvöld. Pálmi Freyr Sigurgeirsson tók skóna af hillunni og spilaði með Snæfelli í kvöld en Hólmarar hafa glímt við mikil meiðsli að undanförnu og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson plataði Pálma til að snúa aftur inn á völlinn. Sherrod Nigel Wright var þó maður leiksins en hann skoraði 42 stig og tók 21 frákast fyrir Snæfellsliðið í kvöld. Hann skilaði alls 51 framlagsstigi til liðsins. Snæfellsliðið tapaði þremur síðustu leikjum sínum fyrir jól og var bara búið að vinna einn af fyrstu fjórum heimaleikjum sínum. Hólmarar sýndu með þessum sigri að þeir ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Það var mikil spenna í leikmönnum liðanna í kvöld og óvenju mikið um tæknivillur. Snæfell komst í 14-3 í upphafi leiks, var 19-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með sjö stiga forystu í hálfeik, 41-34. Snæfell hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleik og vann öruggan sigur.Snæfell-Haukar 79-65 (19-18, 22-16, 15-15, 23-16)Snæfell: Sherrod Nigel Wright 42/21 fráköst, Austin Magnus Bracey 11/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/11 fráköst/3 varin skot, Óskar Hjartarson 6, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3.Haukar: Kári Jónsson 19/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 12/6 fráköst, Emil Barja 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9/14 fráköst, Kristinn Marinósson 8/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Jón Ólafur Magnússon 2.Ívar: Ekki með leikmann sem póstar „Við vorum bara slakir, hittum illa og sættum okkur við að taka bara þrista hvað eftir annað í staðin fyrir að sækja yfir teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. „Við erum ekki með leikmann inn á vellinum sem reynir að pósta upp,“ bætti hann við hugsi. „Þegar við skiptum inn stórum manni [...] þá fer hann bara út í pikk og við látum ýta okkur út úr öllum stöðum.“ Aðspurður hvort fjöldi tæknivillna hafi haft áhrif á gang leiksins sagði Ívar svo ekki vera. Bæði lið fengu tæknivillu „í annarri hverri sókn“ þannig að dómarar leiksins voru nokkuð samkvæmir sjálfum sér. Haukar eiga von á nýjum leikmanni og vonar Ívar að þar með leysist vandinn inn í teig.Ingi Þór: Þessi sigur er algjör demantur „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur og að við fengum svona framlag frá Ameríkukananum okkar sem var gríðarlega mikið og gott,“ sagði Ingi Þór brattur eftir sigurinn. „Haukarnir komu hingað frekar flatir og við byrjuðum sterkt og fengum trú. Við vorum grimmari en í bikarnum hérna um daginn þegar við áttum ekkert í þá. Mér fannst við líka gera ágætlega varnalega séð.“ „Við erum í þannig stöðu að við þurfum að berjast og þessi sigur er algjör demantur. FSu vann líka þannig að þetta var mjög mikilvægur sigur og gott að vinna á heimavelli.“ Nú er ljóst að Óli Ragnar verður frá í lengri tíma þannig að menn verða að stíga upp og leysa leikstjórnanda hlutverkið. „Austin [Bracey] gerði það ágætlega í dag og Sherrod líka. Svo var gaman að sjá Pálma [Sigurgeirsson] með boltann, sérstaklega þegar Kári [Jónsson] fór að pressa hann. En við þurfum að leysa þessa stöðu og það þýðir bara tækifæri fyrir aðra.“Sherrod Nigel Wright: Ég er bara venjulegur gæi „Ég er ánægður með sigurinn. Bæði liðin spiluðu mjög harðan bolta. Við höfum átt góðar æfingar að undanförnu og vissum að við ættum tækifæri á að vinna þennan leik. Þeir unnu á móti okkur í fyrri umferð og svo í bikarnum. Okkur fannst við þurfa sýna þeim annarskonar lið en þeir mættu þá,“ sagði Sherrod Nigel Wright sem var með 42 stig og 21 frákast í kvöld. „Ég er bara venjulegur gæi,“ sagði Wright eftir súperframmistöðuna í kvöld.Finnur: Bökkuðum frá og vorum hægir „Varnalega vorum við allt í lagi. Að fá undir 80 stig á sig er ekkert hræðilegt en við vorum hægir á löppunum. Við höfum bara haft það of gott um hátíðirnar,“ sagði Finnur. „Þegar við fengum kontakt á okkur í sókn þá bökkuðum við bara frá þeim í stað þess að taka það sterkt eins og þeir voru að gera. Þess vegna fengu þeir fleiri víti en við. Við bökkuðum frá en þeir fóru inn í okkur.“ „Dómararnir voru ekkert lélegir. Það er ekki þeim að kenna að við töpuðum. Við vældum og vældum og þess vegna fengum við tæknivillur. Þetta var alveg rétt.“ Varðandi framhaldið og væntanlegan liðsauka hafði Finnur eftirfarandi að segja: „Við erum með 5 tapleiki í deildinni en það er enn janúar og ef ég má nú vitna í fyrriverandi fyrirliðan minn Fannar Ólafsson: það verður engin íslandsmeistari í janúar. Þannig að ef að kaninn kemur og gefur okkur það sem við þurfum í okkar leik, meiri sýnileika í teignum og meiri styrk, meiri pepp, erum við til alls líklegir,“ sagði Finnur.Textalýsingu frá leik Snæfels og Hauk má finna hér fyrir neðan.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum