Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 73-74 | Fyrsta tap KR á heimavelli í tvö ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 8. janúar 2016 21:45 Í annað skipti í vetur náði Stjarnan að vinna KR í Domino's-deild karla. Það gerðist þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni í haust og Garðbæingar gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn í DHL-höllinni í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR hafði ekki tapað deildarleik á heimavelli í tæp tvö ár fyrir leikinn í kvöld en máttu játa sig sigraða fyrir baráttuglöðum Stjörnumönnum að þessu sinni. Síðasti tapleikur KR kom þann 9. janúar 2014 en Grindavík hafði þá betur gegn vesturbæjarliðinu. KR virtist ætla að sigla fram úr í síðari hálfleik en Stjörnumenn náðu með mikilli seiglu að hafa betur, þrátt fyrir að hafa misst Al'lonzo Coleman af velli með fimm villur þegar tvær mínútur voru eftir. Úrslitin réðust á vítalínunni þar sem Pavel Ermolinskij mistókst að jafna leikinn þegar fimm sekúndur voru eftir. Stjarnan náði frákastinu og vann leikinn. KR var því óheppið að tryggja sér ekki framlengingu þar sem liðið verið í sérstaklega sterkri stöðu, enda Stjörnumenn búnir að missa Coleman út af. En það var viðeigandi að leikurinn réðist á frákasti sem Stjarnan tók, enda höfðu Garðbæingar betur í þeirri baráttu með því að taka 59 fráköst gegn 31 hjá KR. Gestirnir voru, þrátt fyrir sigurinn í kvöld, afar mistækir í leiknum. Þeir töpuðu 27 boltum sem er það langmesta sem þeir hafa gert í einum leik í vetur. En liðið fór langt á baráttunni auk þess sem að það nýtti dýrmæt skot í fjórða leikhluta, á meðan að svipuð skot hjá KR-ingum gengu ekki upp.30-10 í fráköstum eftir fyrri hálfleik Eftir góða byrjun hrundi sóknarleikur KR í öðrum leikhluta og Stjörnumenn náðu ágætri forystu. Heimamenn náðu þó að rétta sinn hlut á lokamínútum hálfleiksins og fengu meira að segja tækifæri til að jafna metin. Garðbæingar leiddu með tveggja stiga mun í hálfleik en voru þó komnir með 30-10 forystu í frákastabaráttunni. Forysta gestanna átti samkvæmt öllu að vera mun meiri en óvenjulega mikill fjöldi tapaðra bolta og mistaka gerði þeim erfitt fyrir. KR-ingar náðu betri tökum á leiknum í þriðja leikhluta, þegar þeim gekk aftur betur að finna Michael Craion undir körfunni og refsa meira fyrir mistök Stjörnumanna, sem héldu áfram að tapa boltanum ítrekað. En Stjörnumenn voru einfaldlega ódrepandi undir körfunni og unnu leikinn á frákastabaráttunni. Þegar uppi var staðið hafði Stjarnan tekið 59 fráköst en KR aðeins 31.Átta stolnir boltar hjá Ægi Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að Stjarnan hafi komist upp með að tapa 27 boltum gegn Íslandsmeisturum KR á útivelli en það varð engu að síður raunin í kvöld. KR-ingar fengu framlag frá allt of fáum leikmönnum í kvöld en fyrir utan Ægir Þór og Craion var fátt um fína drætti. Báðir skiluðu frábærum tölum í kvöld. Craion var með 23 stig og fjórtán fráköst en Ægir var ekki síðri - með nítján stig, fjögur fráköst, sjö stoðsendingar og átta stolna bolta. Brynjar Þór Björnsson kom næstur með tíu stig en hann nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum. Frammistaða Stjörnumanna var jafnari yfir allt liðið. Marvin nýtti skotin sín vel og var stigahæstur með nítján stig. Coleman var með sextán og Tómas Heiðar fimmtán. Ágúst Angantýsson var afar mikilvægur í fjórða leikhluta og skilaði sérstaklega dýrmætri þriggja stiga körfu þegar Stjörnumenn þurftu sárlega á stigunum að halda. Sigur Stjörnunnar kemur í veg fyrir að Keflavík og KR stingi önnur lið af í deildinni og opnar toppbaráttuna aðeins meira. Keflavík er með 20 stig, KR átján og Stjarnan sextán. Fjögur lið koma svo með fjórtán stig.KR-Stjarnan 73-74 (16-20, 17-15, 24-16, 16-23)KR: Michael Craion 23/14 fráköst/5 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 19/4 fráköst/7 stoðsendingar/8 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 10/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 8, Pavel Ermolinskij 4/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 3, Darri Hilmarsson 2.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 19/7 fráköst, Al'lonzo Coleman 16/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 10/10 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 9/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 1/4 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 1/5 fráköst.Hrafn: Þetta eru miklar tilfinningaverur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa náð að landa sigri í DHL-höllinni í kvöld þrátt fyrir að hans menn voru með 27 tapaða bolta í leiknum. En Garðbæingar slátruðu hins vegar heimamönnum í frákastabaráttunni og það hafði mikið að segja. „Ég hefði eiginlega ekki trúað því að það væri hægt að tapa leik miðað við hvernig við unnum frákastabaráttuna í kvöld en það stóð tæpt,“ sagði Hrafn eftir leikinn og bætir við að það hafi verið margt sem hafi gengið upp hjá hans mönnum í leiknum. Samt voru Stjörnumenn ósáttir við frammistöðuna að loknum fyrri hálfleik. „Við vorum æfir út í okkur. Við misstum af því að klukka þá á miðjum vellinum og hleyptum þeim allt of oft í tvista og þrista þegar við vitum að það er þeirra sterkasta vopn.“ „Okkur gegn ágætlega gegn þeim á hálfum velli. En annan leikinn í röð, fyrst gegn Keflavík og svo gegn KR, leyfum við andstæðingnum að nýta sitt sterkasta vopn. Þetta var í raun fyrsta atriðið á leikplaninu okkar og við klúðruðum því í fyrri hálfleik.“ Hann segir að góður varnarleikur og þrautsegja hafi skilað hans mönnum sigrinum að lokum. „Svo eigum við leikmenn sem þrífast á stórum augnablikum. Þetta eru miklar tilfinningaverur og þessar tilfinningar hjálpa okkur oft í stóru leikjunum. En svo eiga þær það til að stríða okkur ansi mikið í leikjum sem eiga að vera auðveldir fyrir okkur.“ Hrafn hélt sér á jörðinni þrátt fyrir að vera fyrsta liðið sem vinnur KR í DHL-höllinni í um tvö ár. „Sigurinn gefur okkur svo sem ekkert svakalega mikið. Við unnum þá í fyrri umferðinni og skitum svo laglega á bitann í leikjunum sem fylgdu á eftir. Við þurfum því að halda mjög vel á spilunum.“Ægir: Frákastabaráttan skilur á milli Ægir Þór Steinarsson var einn af fáum KR-ingum sem lék heilt yfir vel í kvöld þegar hans menn töpuðu fyrir Stjörnunni með eins stigs mun, 74-73, í Domino's-deild karla í kvöld. „Við vorum komnir með tök á leiknum og í svona leikjum er nauðsynlegt að missa þau ekki. við náðum bara ekki að klára leikinn alveg í gegn,“ sagði Ægir. Stjarnan tók 59 fráköst í kvöld en KR aðeins 31. Ægir segir að það sé dýrt að tapa slíkri baráttu með svo miklum mun. „Það lið sem vill vinna leiki er lið sem frákastar vel. Við þurfum að gera miklu betur í fráköstum en við gerðum í kvöld. Þeir gerðu sitt vel og það er undir komið að mæta þeirri baráttu. En þetta er það sem skilur á milli í kvöld.“ „Okkur langar til að vinna leiki og reyndum allt sem við gátum til þess. En við vorum ekki nógu góðir, hvorki í vörn né sókn, til þess.“Finnur Freyr: Alveg skelfilegt KR tapaði sínum fyrsta heimaleik í Domino's-deildinni í tvö ár í kvöld og segir þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson að hans menn hafi einfaldlega spilað illa gegn Stjörnunni á löngum köflum í kvöld. „Það var allt of mikið af löngum, slæmum og lélegum köflum - sérstaklega í sókn. Við gerðum svo allt of mikið af mistökum sem má skrifa á einbeitingaleysi, til dæmis í vörn og fráköstunum,“ sagði Finnur. „Við hittum svo ekki úr galopnum skotum í lokin. Það var því margt sem var að.“ Stjarnan vann frákastabaráttuna, 59-31, og Finnur var afar ósáttur við þá niðurstöðu. „Staðan í henni var 30-10 í hálfleik. Við verðum að girða okkur í brók.“ Hann segir að fyrir utan hversu mörg sóknarfráköst Stjarnan náði að taka í leiknum hafi hann verið þokkalega sáttur við varnarleikinn. „Þegar við náðum að koma einhverjum hraða í sóknarleikinn okkar þá gekk okkur ágætlega en um leið og þeir náðu að hægja á okkur þá fór mikið úrskeðis,“ sagði þjálfarinn. Finnur Freyr segir að það sé erfitt að sætta sig við tap á heimavelli. „Það er alveg skelfilegt. Við höfum ekki tapað leik á heimavelli í tvö ár og það var afar vont að koma svona til leiks eftir jólafrí og missa af úrvalstækifæri til að slíta sig frá öðrum liðum fyrir utan Keflavík. En svona er þetta.“Tweets by @VisirKarfa2 Justin Shouse og Ægir Þór Steinarsson í leiknum í kvöld.Vísir/Anton Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Í annað skipti í vetur náði Stjarnan að vinna KR í Domino's-deild karla. Það gerðist þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni í haust og Garðbæingar gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn í DHL-höllinni í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR hafði ekki tapað deildarleik á heimavelli í tæp tvö ár fyrir leikinn í kvöld en máttu játa sig sigraða fyrir baráttuglöðum Stjörnumönnum að þessu sinni. Síðasti tapleikur KR kom þann 9. janúar 2014 en Grindavík hafði þá betur gegn vesturbæjarliðinu. KR virtist ætla að sigla fram úr í síðari hálfleik en Stjörnumenn náðu með mikilli seiglu að hafa betur, þrátt fyrir að hafa misst Al'lonzo Coleman af velli með fimm villur þegar tvær mínútur voru eftir. Úrslitin réðust á vítalínunni þar sem Pavel Ermolinskij mistókst að jafna leikinn þegar fimm sekúndur voru eftir. Stjarnan náði frákastinu og vann leikinn. KR var því óheppið að tryggja sér ekki framlengingu þar sem liðið verið í sérstaklega sterkri stöðu, enda Stjörnumenn búnir að missa Coleman út af. En það var viðeigandi að leikurinn réðist á frákasti sem Stjarnan tók, enda höfðu Garðbæingar betur í þeirri baráttu með því að taka 59 fráköst gegn 31 hjá KR. Gestirnir voru, þrátt fyrir sigurinn í kvöld, afar mistækir í leiknum. Þeir töpuðu 27 boltum sem er það langmesta sem þeir hafa gert í einum leik í vetur. En liðið fór langt á baráttunni auk þess sem að það nýtti dýrmæt skot í fjórða leikhluta, á meðan að svipuð skot hjá KR-ingum gengu ekki upp.30-10 í fráköstum eftir fyrri hálfleik Eftir góða byrjun hrundi sóknarleikur KR í öðrum leikhluta og Stjörnumenn náðu ágætri forystu. Heimamenn náðu þó að rétta sinn hlut á lokamínútum hálfleiksins og fengu meira að segja tækifæri til að jafna metin. Garðbæingar leiddu með tveggja stiga mun í hálfleik en voru þó komnir með 30-10 forystu í frákastabaráttunni. Forysta gestanna átti samkvæmt öllu að vera mun meiri en óvenjulega mikill fjöldi tapaðra bolta og mistaka gerði þeim erfitt fyrir. KR-ingar náðu betri tökum á leiknum í þriðja leikhluta, þegar þeim gekk aftur betur að finna Michael Craion undir körfunni og refsa meira fyrir mistök Stjörnumanna, sem héldu áfram að tapa boltanum ítrekað. En Stjörnumenn voru einfaldlega ódrepandi undir körfunni og unnu leikinn á frákastabaráttunni. Þegar uppi var staðið hafði Stjarnan tekið 59 fráköst en KR aðeins 31.Átta stolnir boltar hjá Ægi Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að Stjarnan hafi komist upp með að tapa 27 boltum gegn Íslandsmeisturum KR á útivelli en það varð engu að síður raunin í kvöld. KR-ingar fengu framlag frá allt of fáum leikmönnum í kvöld en fyrir utan Ægir Þór og Craion var fátt um fína drætti. Báðir skiluðu frábærum tölum í kvöld. Craion var með 23 stig og fjórtán fráköst en Ægir var ekki síðri - með nítján stig, fjögur fráköst, sjö stoðsendingar og átta stolna bolta. Brynjar Þór Björnsson kom næstur með tíu stig en hann nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum. Frammistaða Stjörnumanna var jafnari yfir allt liðið. Marvin nýtti skotin sín vel og var stigahæstur með nítján stig. Coleman var með sextán og Tómas Heiðar fimmtán. Ágúst Angantýsson var afar mikilvægur í fjórða leikhluta og skilaði sérstaklega dýrmætri þriggja stiga körfu þegar Stjörnumenn þurftu sárlega á stigunum að halda. Sigur Stjörnunnar kemur í veg fyrir að Keflavík og KR stingi önnur lið af í deildinni og opnar toppbaráttuna aðeins meira. Keflavík er með 20 stig, KR átján og Stjarnan sextán. Fjögur lið koma svo með fjórtán stig.KR-Stjarnan 73-74 (16-20, 17-15, 24-16, 16-23)KR: Michael Craion 23/14 fráköst/5 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 19/4 fráköst/7 stoðsendingar/8 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 10/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 8, Pavel Ermolinskij 4/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 3, Darri Hilmarsson 2.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 19/7 fráköst, Al'lonzo Coleman 16/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 10/10 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 9/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 1/4 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 1/5 fráköst.Hrafn: Þetta eru miklar tilfinningaverur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa náð að landa sigri í DHL-höllinni í kvöld þrátt fyrir að hans menn voru með 27 tapaða bolta í leiknum. En Garðbæingar slátruðu hins vegar heimamönnum í frákastabaráttunni og það hafði mikið að segja. „Ég hefði eiginlega ekki trúað því að það væri hægt að tapa leik miðað við hvernig við unnum frákastabaráttuna í kvöld en það stóð tæpt,“ sagði Hrafn eftir leikinn og bætir við að það hafi verið margt sem hafi gengið upp hjá hans mönnum í leiknum. Samt voru Stjörnumenn ósáttir við frammistöðuna að loknum fyrri hálfleik. „Við vorum æfir út í okkur. Við misstum af því að klukka þá á miðjum vellinum og hleyptum þeim allt of oft í tvista og þrista þegar við vitum að það er þeirra sterkasta vopn.“ „Okkur gegn ágætlega gegn þeim á hálfum velli. En annan leikinn í röð, fyrst gegn Keflavík og svo gegn KR, leyfum við andstæðingnum að nýta sitt sterkasta vopn. Þetta var í raun fyrsta atriðið á leikplaninu okkar og við klúðruðum því í fyrri hálfleik.“ Hann segir að góður varnarleikur og þrautsegja hafi skilað hans mönnum sigrinum að lokum. „Svo eigum við leikmenn sem þrífast á stórum augnablikum. Þetta eru miklar tilfinningaverur og þessar tilfinningar hjálpa okkur oft í stóru leikjunum. En svo eiga þær það til að stríða okkur ansi mikið í leikjum sem eiga að vera auðveldir fyrir okkur.“ Hrafn hélt sér á jörðinni þrátt fyrir að vera fyrsta liðið sem vinnur KR í DHL-höllinni í um tvö ár. „Sigurinn gefur okkur svo sem ekkert svakalega mikið. Við unnum þá í fyrri umferðinni og skitum svo laglega á bitann í leikjunum sem fylgdu á eftir. Við þurfum því að halda mjög vel á spilunum.“Ægir: Frákastabaráttan skilur á milli Ægir Þór Steinarsson var einn af fáum KR-ingum sem lék heilt yfir vel í kvöld þegar hans menn töpuðu fyrir Stjörnunni með eins stigs mun, 74-73, í Domino's-deild karla í kvöld. „Við vorum komnir með tök á leiknum og í svona leikjum er nauðsynlegt að missa þau ekki. við náðum bara ekki að klára leikinn alveg í gegn,“ sagði Ægir. Stjarnan tók 59 fráköst í kvöld en KR aðeins 31. Ægir segir að það sé dýrt að tapa slíkri baráttu með svo miklum mun. „Það lið sem vill vinna leiki er lið sem frákastar vel. Við þurfum að gera miklu betur í fráköstum en við gerðum í kvöld. Þeir gerðu sitt vel og það er undir komið að mæta þeirri baráttu. En þetta er það sem skilur á milli í kvöld.“ „Okkur langar til að vinna leiki og reyndum allt sem við gátum til þess. En við vorum ekki nógu góðir, hvorki í vörn né sókn, til þess.“Finnur Freyr: Alveg skelfilegt KR tapaði sínum fyrsta heimaleik í Domino's-deildinni í tvö ár í kvöld og segir þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson að hans menn hafi einfaldlega spilað illa gegn Stjörnunni á löngum köflum í kvöld. „Það var allt of mikið af löngum, slæmum og lélegum köflum - sérstaklega í sókn. Við gerðum svo allt of mikið af mistökum sem má skrifa á einbeitingaleysi, til dæmis í vörn og fráköstunum,“ sagði Finnur. „Við hittum svo ekki úr galopnum skotum í lokin. Það var því margt sem var að.“ Stjarnan vann frákastabaráttuna, 59-31, og Finnur var afar ósáttur við þá niðurstöðu. „Staðan í henni var 30-10 í hálfleik. Við verðum að girða okkur í brók.“ Hann segir að fyrir utan hversu mörg sóknarfráköst Stjarnan náði að taka í leiknum hafi hann verið þokkalega sáttur við varnarleikinn. „Þegar við náðum að koma einhverjum hraða í sóknarleikinn okkar þá gekk okkur ágætlega en um leið og þeir náðu að hægja á okkur þá fór mikið úrskeðis,“ sagði þjálfarinn. Finnur Freyr segir að það sé erfitt að sætta sig við tap á heimavelli. „Það er alveg skelfilegt. Við höfum ekki tapað leik á heimavelli í tvö ár og það var afar vont að koma svona til leiks eftir jólafrí og missa af úrvalstækifæri til að slíta sig frá öðrum liðum fyrir utan Keflavík. En svona er þetta.“Tweets by @VisirKarfa2 Justin Shouse og Ægir Þór Steinarsson í leiknum í kvöld.Vísir/Anton
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira