Körfubolti

Körfuboltakvöld: "Craion er besti leikmaðurinn í deildinni"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coleman og Craion.
Coleman og Craion. vísir/skjáskot úr Körfuboltakvöldi
Stjarnan vann KR með minnsta mun, 74-73, í Dominos-deild karla í gærkvöldi, en hún var afar áhugaverð viðureign Al'lonzo Coleman og Michael Craion undir körfunni.

Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson fóru yfir málin í þættinum Körfuboltakvöld í gær þar sem málin voru rædd.

„Þeir eru með góðan þyngdarpunkt báðir. Geta bakkað sér sterkari menn að körfunni og eru með ágætis hreyfingar inn í teig. Craion er að mínu viti töluvert betri í þessu en Coleman," sagði Kristinn Friðrikson, einn spekingur Körfuboltakvölds.

Craion var valinn besti leikmaður fyrri umferðanna bæði af Körfuboltakvöldi og dómnefndi KKÍ. Þeir í Körfuboltakvöldi voru sammála því.

„Ég er sammála því. Craion er besti leikmaðurinn í deildinni. Við þurfum ekkert að ræða það mikið meira. Hann sýnir það í hverjum einasta leik. Það voru tveir menn að spila á eðlilegri getu í gær; Ægir og Craion."

Alla umræðuna úr Körfuboltakvöldi í gær og skoðanir allra sérfræðingana má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×