Körfubolti

Körfuboltakvöld: "Kemur varla frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar"

Skjáskot úr þættinum á föstudagskvöldið þar sem Framlengingin stóð sem hæst.
Skjáskot úr þættinum á föstudagskvöldið þar sem Framlengingin stóð sem hæst. vísir/skjáskot
Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er ávallt gripið til framlengingar, en fyrsti þáttur ársins af Körfuboltakvöldi fór fram á föstudagskvöldið þar sem þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru spekingar.

Fimm málefni voru rædd í gær, en þau voru þau að Chelsie Scwheers er komin í Hauka, er ÍR komið í fallhættu?, hvert ætti Arnþór Guðmundsson að fara?, á Njarðvík að breyta leikstílnum sínum fyrir Odd? og Magga Stull rekin.

„Mér finnst þetta mjög undarlegt finnst mér og eru á þeim stað sem þær eiga að vera. Með ungt lið" sagði Kristinn Friðriksson aðspurður um brotthvarf Margrétar."

„Hún er greinilega að vinna í einhverjum hlutum sem eru að leggjast illa í leikmenn því varla kemur þetta frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar."

Innslagið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×