KR-ingar undir Óla-álögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2015 06:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, lagði bikarsúrslitaleikinn frábærlega upp og fagnar hér eftir lokaflautið. Vísir/Anton Brink Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda skipti eftir sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í KR um helgina. Það þurfti hreinræktaðan Valsmann til að gera út um leikinn eftir að Valsmenn höfðu klúðrað fjölda færa en bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra markið og lagði upp það síðasta fyrir Kristin Inga Halldórsson. KR-ingar eru ofar í töflunni, með að flestra mati betra lið á pappírnum, höfðu unnið þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum og mættu löskuðu liði sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Það benti því flest til þess að KR bætti einum bikar enn við safnið. En líkt og í fyrri leik liðanna í sumar þá var KR-liðið aðeins skugginn af sjálfu sér. Kannski má keyra upp dramatíkina og líkja þessu við álög, svokölluð Óla-álög. KR-ingar eru búnir að mæta liðum Ólafs Jóhannessonar þrettán sinnum í deild og bikar á undanförnum tólf árum og uppskeran er aðeins eitt fátæklegt stig. Lið Ólafs (Valur í sumar og FH 2003-2007) hafa unnið tólf leiki og markatalan er 30 mörk í plús (35-5). Fyrsti leikurinn af þessum þrettán var einmitt eftirminnilegur 7-0 sigur FH á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni 2007. Lið Ólafs hafa ekki aðeins unnið KR-liðið níu sinnum í röð heldur hafa þau unnið sjö síðustu leiki með tveimur mörkum eða meira. Markatala KR-inga á síðustu 810 mínútum á móti lærisveinum Ólafs er 23-2 þeim í óhag. Leikirnir í sumar hafa aðeins hert tökin. Tveir sannfærandi sigrar Valsmanna, fimm Valsmörk og ekkert KR-mark. Það voru þó ekki KR-álögin sem voru Ólafi hugfengin í leikslok heldur sú staðreynd að hann var búinn að koma Hlíðarendafélaginu í Evrópufótbolta á fyrsta ári. „Ég átti kannski ekki von á því að taka titil á fyrsta ári en við erum með fínt lið og stysta leiðin til þess að komast í Evrópukeppni er að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. „Við vorum miklu betri en KR-ingarnir allan tímann. Við fengum þrjú til fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Á tímabili var ég hræddur um að þeir myndu refsa okkur fyrir að nýta ekki færin okkar. Sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Ólafur.Bjarni Ólafur Eiríksson kemur Val í 1-0 í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Anton Brink„Samsetning leikmannanna í ár er mun betri en undanfarin ár og það gerði gæfumuninn,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í leiknum, aðspurður um þátt Ólafs. „Liðsheildin er mun betri og það skiptir oft máli í stórum leikjum eins og þessum. Það hefur ekki vantað góða leikmenn á Hlíðarenda undanfarin ár en leikmennirnir þurfa að passa saman,“ sagði Bjarni sem hrósaði einnig Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. „Óli talaði mikið um það að skapa samheldni í liðinu og honum og Bjössa tókst það vel, þeir hafa unnið frábært starf á þessu ári,“ sagði Bjarni Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur nú unnið titil á síðustu fimm tímabilum sínum með úrvalsdeildarlið en síðasti titill hans með FH var einmitt bikarmeistaratitill haustið 2007. Þrjú tímabil á undan hafði liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur hefur nú þegar tekið einn titil af KR-ingum í sumar og einhverjir KR-ingar eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af deildarleik liðanna á Alvogenvellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í lok mánaðarins.Ólafur Jóhannesson var sáttur í leikslok.Vísir/Anton BrinkSíðustu leikir KR á móti liðum Ólafs í deild og bikarÓlafur með ValBikarúrslitaleikur 2015 -2 (Valur vann 2-0 á Laugardalsvelli)7. umferð 2015 -3 (Valur vann 3-0 á Hlíðarenda)Ólafur með FH15. umferð 2007 -4 (FH vann 5-1 í Kaplakrika)6. umferð 2007 -2 (FH vann 2-0 á KR-velli)10. umferð 2006 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)1. umferð 2006 -3 (FH vann 3-0 á KR-velli)13. umferð 2005 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)4. umferð 2005 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)8 liða úrslit bikarsins 2004 -2 (FH vann 3-1) ---9. umferð 2004 0 (1-1 jafntefli í Kaplakrika)1. umferð 2003 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)Undanúrslit bikarsins 2003 -1 (FH vann 3-2 á Laugardalsvelli)18. umferð 2003 -7 (FH vann 7-0 í Kaplakrika) - Síðasti sigur KR á liði Ólafs var 8. júlí 2003. KR vann 2-1 á KR-velli með mörkum Garðbæinganna Garðars Jóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda skipti eftir sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í KR um helgina. Það þurfti hreinræktaðan Valsmann til að gera út um leikinn eftir að Valsmenn höfðu klúðrað fjölda færa en bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra markið og lagði upp það síðasta fyrir Kristin Inga Halldórsson. KR-ingar eru ofar í töflunni, með að flestra mati betra lið á pappírnum, höfðu unnið þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum og mættu löskuðu liði sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Það benti því flest til þess að KR bætti einum bikar enn við safnið. En líkt og í fyrri leik liðanna í sumar þá var KR-liðið aðeins skugginn af sjálfu sér. Kannski má keyra upp dramatíkina og líkja þessu við álög, svokölluð Óla-álög. KR-ingar eru búnir að mæta liðum Ólafs Jóhannessonar þrettán sinnum í deild og bikar á undanförnum tólf árum og uppskeran er aðeins eitt fátæklegt stig. Lið Ólafs (Valur í sumar og FH 2003-2007) hafa unnið tólf leiki og markatalan er 30 mörk í plús (35-5). Fyrsti leikurinn af þessum þrettán var einmitt eftirminnilegur 7-0 sigur FH á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni 2007. Lið Ólafs hafa ekki aðeins unnið KR-liðið níu sinnum í röð heldur hafa þau unnið sjö síðustu leiki með tveimur mörkum eða meira. Markatala KR-inga á síðustu 810 mínútum á móti lærisveinum Ólafs er 23-2 þeim í óhag. Leikirnir í sumar hafa aðeins hert tökin. Tveir sannfærandi sigrar Valsmanna, fimm Valsmörk og ekkert KR-mark. Það voru þó ekki KR-álögin sem voru Ólafi hugfengin í leikslok heldur sú staðreynd að hann var búinn að koma Hlíðarendafélaginu í Evrópufótbolta á fyrsta ári. „Ég átti kannski ekki von á því að taka titil á fyrsta ári en við erum með fínt lið og stysta leiðin til þess að komast í Evrópukeppni er að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. „Við vorum miklu betri en KR-ingarnir allan tímann. Við fengum þrjú til fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Á tímabili var ég hræddur um að þeir myndu refsa okkur fyrir að nýta ekki færin okkar. Sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Ólafur.Bjarni Ólafur Eiríksson kemur Val í 1-0 í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Anton Brink„Samsetning leikmannanna í ár er mun betri en undanfarin ár og það gerði gæfumuninn,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í leiknum, aðspurður um þátt Ólafs. „Liðsheildin er mun betri og það skiptir oft máli í stórum leikjum eins og þessum. Það hefur ekki vantað góða leikmenn á Hlíðarenda undanfarin ár en leikmennirnir þurfa að passa saman,“ sagði Bjarni sem hrósaði einnig Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. „Óli talaði mikið um það að skapa samheldni í liðinu og honum og Bjössa tókst það vel, þeir hafa unnið frábært starf á þessu ári,“ sagði Bjarni Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur nú unnið titil á síðustu fimm tímabilum sínum með úrvalsdeildarlið en síðasti titill hans með FH var einmitt bikarmeistaratitill haustið 2007. Þrjú tímabil á undan hafði liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur hefur nú þegar tekið einn titil af KR-ingum í sumar og einhverjir KR-ingar eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af deildarleik liðanna á Alvogenvellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í lok mánaðarins.Ólafur Jóhannesson var sáttur í leikslok.Vísir/Anton BrinkSíðustu leikir KR á móti liðum Ólafs í deild og bikarÓlafur með ValBikarúrslitaleikur 2015 -2 (Valur vann 2-0 á Laugardalsvelli)7. umferð 2015 -3 (Valur vann 3-0 á Hlíðarenda)Ólafur með FH15. umferð 2007 -4 (FH vann 5-1 í Kaplakrika)6. umferð 2007 -2 (FH vann 2-0 á KR-velli)10. umferð 2006 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)1. umferð 2006 -3 (FH vann 3-0 á KR-velli)13. umferð 2005 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)4. umferð 2005 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)8 liða úrslit bikarsins 2004 -2 (FH vann 3-1) ---9. umferð 2004 0 (1-1 jafntefli í Kaplakrika)1. umferð 2003 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)Undanúrslit bikarsins 2003 -1 (FH vann 3-2 á Laugardalsvelli)18. umferð 2003 -7 (FH vann 7-0 í Kaplakrika) - Síðasti sigur KR á liði Ólafs var 8. júlí 2003. KR vann 2-1 á KR-velli með mörkum Garðbæinganna Garðars Jóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann