Nýta sér vaxtamun í milljarða viðskiptum Ingvar Haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Hrafn Steinarsson sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira