Skuld ríkisins við aldraða og öryrkja stórhækkar! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun