Jafnaðarmenn í Þýskalandi ósáttir við ummæli fjármálaráðherra Þórgnýr Einar Albertsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 22. júlí 2015 07:00 Ummæli Wolfgang Schäuble um brotthvarf Grikkja úr evrusvæðinu valda jafnaðarmönnum áhyggjum. nordicphotos/afp „Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“ Grikkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
„Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“
Grikkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira