Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn á betra skilið 17. júlí 2015 12:00 Í dag höldum við upp á Alþjóðlegan dag réttlætis. Þennan dag árið 1998 var Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn stofnaður – merkur áfangi í baráttunni gegn refsileysi fyrir verstu glæpi mannkyns: hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Þá hafði hugmyndin um varanlegan, sjálfstæðan, alþjóðlegan dómstól sem myndi gera einstaklinga, þ.m.t. leiðtoga, ábyrga fyrir slíkum glæpum lengi verið talin draumsýn. Stofnun dómstólsins var því sannkallað kraftaverk í samskiptum ríkja. Þótt tilurð hans sé einstök, ber okkur engu að síður að dæma þessa ungu stofnun af verkum sínum. Alþjóðleg refsiréttarvarsla krefst sífelldrar vinnu. Dómstóllinn þarf oft að fóta sig varlega við rannsóknir á þeim sem bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum, en hafa samtímis í heiðri ýtrustu kröfur um tilhlýðilega málsmeðferð og leyfa röddum óteljandi fórnarlamba að heyrast. Óháð gangverk dómstólsins heldur sínu striki. Hann hefur lokið þremur málum og sannað skilvirkni sína. Reynslan hefur leitt varnaðaráhrif hans í ljós: mögulegir afbrotamenn hafa forðast að fremja glæpi. Eins og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, komst að orði: „Tími refsileysis heyrir sögunni til. Í hans stað sjáum við, hægt en örugglega, öld ábyrgðar ganga í garð.“ Nærri tveir þriðju hlutar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa gengið til liðs við dómstólinn. Erfiðleikarnir eru ekki úr sögunni. Ellefu handtökuskipanir, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út, hafa ekki náð fram að ganga. Þar er með talin handtökuskipun á hendur Al Bashir, forseta Súdan, sem þarf að svara til saka fyrir ólýsanlega glæpi sem enn viðgangast og ógna óbreyttum borgurum Darfur. Fréttir bárust af því um allan heim fyrir skemmstu þegar hann slapp naumlega undan réttvísinni í Suður-Afríku og varð flóttinn vatn á myllu þeirra sem efast um dómstólinn og hallmæla honum. Þessum gagnrýnendum hættir hins vegar til að gleyma að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sömu aðstöðu til að framfylgja fyrirmælum og landsdómstólar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sína eigin lögreglu til að elta þekkta flóttamenn um allan heim. Orsök þess að handtökuskipunum hefur ekki verið framfylgt er að finna hjá ríkjum sem ekki axla þá ábyrgð að framfylgja þeim. Þar er ekki við dómstólinn að sakast. Gagnrýnendur halda því einnig fram að dómstóllinn velji sér mál, sæki til saka fyrir glæpi sumra – sérstaklega í Afríku – en horfi fram hjá öðrum. En dómstóllinn getur ekki rannsakað afbrot utan lögsögu sinnar. Þessi gagnrýni myndi hverfa ef þau lönd sem enn hafa ekki samþykkt lögsögu dómstólsins, gerðu það. Þangað til ber öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ábyrgð á því að koma í veg fyrir refsileysi. Það hefur vald til að heimila rannsóknir af hálfu Alþjóðlega sakamáladómstólsins hvar sem er í heiminum. Þetta getur öryggisráðið gert á svæðum þar sem hræðilegir glæpir eru daglegt brauð, en fórnarlömb í Sýrlandi og Norður-Kóreu, svo dæmi séu tekin, hafa þegar beðið allt of lengi eftir aðgerðum ráðsins. Sagan hefur einkennst af stríði og átökum, en lítill gaumur verið gefinn lögum um stríð og vernd óbreyttra borgara. Því grimmilegri sem glæpirnir eru, því líklegra hefur verið að afbrotamennirnir komist hjá refsingu. Þegar á heildina er litið hefur Alþjóðlegi sakadómstóllinn ekki enn slitið barnsskónum. Og hann þarfnast hjálpar okkar. Það er ekki í verkahring hans að bregðast við pólitískum árásum, heldur okkar. Þá sem fremja alvarlegustu glæpina samkvæmt alþjóðalögum verður að draga fyrir dómstóla svo þeir horfist í augu við gerðir sínar og fórnarlömb. Þetta ætti að vera reglan, ekki undantekningin. Við þekkjum þá pólitísku og praktísku erfiðleika sem fylgja því að lögsækja háttsetta afbrotamenn fyrir flókna glæpi. Við vitum líka að hafa þarf tímasetningu réttlætis í huga til að koma á friði. En við erum staðráðin í að tryggja að í fyllingu tímans muni réttlætið ná til gerenda þeirra glæpa sem særa samvisku mannkyns mest. Án réttlætis njóta ekki allir varanlegs friðar. Þess vegna biðjum við aðra stjórnmálamenn og óbreytta borgara að nota raddir sínar til hjálpar: að ganga til liðs við Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Bindum enda á vítahring ofbeldis með lögum. Þá sem fremja glæpi þarf að draga fyrir dómstóla – fyrir landsdómstóla eða Alþjóðlega sakamáladómstólinn, ef þá fyrrnefndu skortir vilja eða getu. Ef okkur mistekst er ekki við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem stofnun, að sakast, heldur mannkynið. Eftir helförina, Rúanda og Srebrenica segjum við „aldrei aftur“. Við þurfum meira en orð: við þurfum aðgerðir. Þetta er ákall okkar um aðgerðir. Undirritað af eftirfarandi ráðherrum:Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ÍslandsJean Asselborn, utanríkisráðherra LúxemborgarJulie Bishop, utanríkisráðherra ÁstralíuBørge Brende, utanríkisráðherra NoregsDidier Burkhalter, utanríkisráðherra SvissKarl Erjavec, varaforsætis- og utanríkisráðherra SlóveníuAurelia Frick, utanríkisráðherra LiechtensteinSebastian Kurz, utanríkisráðherra AusturríkisManuel González Sanz, utanríkisráðherra KostaríkaTimo Soini, Minister, utanríkisráðherra FinnlandsLubomír Zaorálek, utanríkisráðherra TékklandsPelonomi Venson-Moitoi, utanríkisráðherra BotsvanaKristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við upp á Alþjóðlegan dag réttlætis. Þennan dag árið 1998 var Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn stofnaður – merkur áfangi í baráttunni gegn refsileysi fyrir verstu glæpi mannkyns: hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Þá hafði hugmyndin um varanlegan, sjálfstæðan, alþjóðlegan dómstól sem myndi gera einstaklinga, þ.m.t. leiðtoga, ábyrga fyrir slíkum glæpum lengi verið talin draumsýn. Stofnun dómstólsins var því sannkallað kraftaverk í samskiptum ríkja. Þótt tilurð hans sé einstök, ber okkur engu að síður að dæma þessa ungu stofnun af verkum sínum. Alþjóðleg refsiréttarvarsla krefst sífelldrar vinnu. Dómstóllinn þarf oft að fóta sig varlega við rannsóknir á þeim sem bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum, en hafa samtímis í heiðri ýtrustu kröfur um tilhlýðilega málsmeðferð og leyfa röddum óteljandi fórnarlamba að heyrast. Óháð gangverk dómstólsins heldur sínu striki. Hann hefur lokið þremur málum og sannað skilvirkni sína. Reynslan hefur leitt varnaðaráhrif hans í ljós: mögulegir afbrotamenn hafa forðast að fremja glæpi. Eins og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, komst að orði: „Tími refsileysis heyrir sögunni til. Í hans stað sjáum við, hægt en örugglega, öld ábyrgðar ganga í garð.“ Nærri tveir þriðju hlutar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa gengið til liðs við dómstólinn. Erfiðleikarnir eru ekki úr sögunni. Ellefu handtökuskipanir, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út, hafa ekki náð fram að ganga. Þar er með talin handtökuskipun á hendur Al Bashir, forseta Súdan, sem þarf að svara til saka fyrir ólýsanlega glæpi sem enn viðgangast og ógna óbreyttum borgurum Darfur. Fréttir bárust af því um allan heim fyrir skemmstu þegar hann slapp naumlega undan réttvísinni í Suður-Afríku og varð flóttinn vatn á myllu þeirra sem efast um dómstólinn og hallmæla honum. Þessum gagnrýnendum hættir hins vegar til að gleyma að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sömu aðstöðu til að framfylgja fyrirmælum og landsdómstólar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sína eigin lögreglu til að elta þekkta flóttamenn um allan heim. Orsök þess að handtökuskipunum hefur ekki verið framfylgt er að finna hjá ríkjum sem ekki axla þá ábyrgð að framfylgja þeim. Þar er ekki við dómstólinn að sakast. Gagnrýnendur halda því einnig fram að dómstóllinn velji sér mál, sæki til saka fyrir glæpi sumra – sérstaklega í Afríku – en horfi fram hjá öðrum. En dómstóllinn getur ekki rannsakað afbrot utan lögsögu sinnar. Þessi gagnrýni myndi hverfa ef þau lönd sem enn hafa ekki samþykkt lögsögu dómstólsins, gerðu það. Þangað til ber öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ábyrgð á því að koma í veg fyrir refsileysi. Það hefur vald til að heimila rannsóknir af hálfu Alþjóðlega sakamáladómstólsins hvar sem er í heiminum. Þetta getur öryggisráðið gert á svæðum þar sem hræðilegir glæpir eru daglegt brauð, en fórnarlömb í Sýrlandi og Norður-Kóreu, svo dæmi séu tekin, hafa þegar beðið allt of lengi eftir aðgerðum ráðsins. Sagan hefur einkennst af stríði og átökum, en lítill gaumur verið gefinn lögum um stríð og vernd óbreyttra borgara. Því grimmilegri sem glæpirnir eru, því líklegra hefur verið að afbrotamennirnir komist hjá refsingu. Þegar á heildina er litið hefur Alþjóðlegi sakadómstóllinn ekki enn slitið barnsskónum. Og hann þarfnast hjálpar okkar. Það er ekki í verkahring hans að bregðast við pólitískum árásum, heldur okkar. Þá sem fremja alvarlegustu glæpina samkvæmt alþjóðalögum verður að draga fyrir dómstóla svo þeir horfist í augu við gerðir sínar og fórnarlömb. Þetta ætti að vera reglan, ekki undantekningin. Við þekkjum þá pólitísku og praktísku erfiðleika sem fylgja því að lögsækja háttsetta afbrotamenn fyrir flókna glæpi. Við vitum líka að hafa þarf tímasetningu réttlætis í huga til að koma á friði. En við erum staðráðin í að tryggja að í fyllingu tímans muni réttlætið ná til gerenda þeirra glæpa sem særa samvisku mannkyns mest. Án réttlætis njóta ekki allir varanlegs friðar. Þess vegna biðjum við aðra stjórnmálamenn og óbreytta borgara að nota raddir sínar til hjálpar: að ganga til liðs við Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Bindum enda á vítahring ofbeldis með lögum. Þá sem fremja glæpi þarf að draga fyrir dómstóla – fyrir landsdómstóla eða Alþjóðlega sakamáladómstólinn, ef þá fyrrnefndu skortir vilja eða getu. Ef okkur mistekst er ekki við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem stofnun, að sakast, heldur mannkynið. Eftir helförina, Rúanda og Srebrenica segjum við „aldrei aftur“. Við þurfum meira en orð: við þurfum aðgerðir. Þetta er ákall okkar um aðgerðir. Undirritað af eftirfarandi ráðherrum:Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ÍslandsJean Asselborn, utanríkisráðherra LúxemborgarJulie Bishop, utanríkisráðherra ÁstralíuBørge Brende, utanríkisráðherra NoregsDidier Burkhalter, utanríkisráðherra SvissKarl Erjavec, varaforsætis- og utanríkisráðherra SlóveníuAurelia Frick, utanríkisráðherra LiechtensteinSebastian Kurz, utanríkisráðherra AusturríkisManuel González Sanz, utanríkisráðherra KostaríkaTimo Soini, Minister, utanríkisráðherra FinnlandsLubomír Zaorálek, utanríkisráðherra TékklandsPelonomi Venson-Moitoi, utanríkisráðherra BotsvanaKristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun