Þitt framlag til loftslagsmála Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. júlí 2015 00:00 Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun