Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 8. júlí 2015 09:00 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun