Haukur: Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira