Æfir með heimsmethöfum og verðlaunahöfum frá ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Hrafnhildur vann allar fjórar greinarnar sínar á Smáþjóðaleikunum. vísir/ernir Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“ Sund Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“
Sund Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira