Truflandi mótmæli Skjóðan skrifar 24. júní 2015 10:30 Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira