Truflandi mótmæli Skjóðan skrifar 24. júní 2015 10:30 Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira