Seðlabankinn varar við gjaldþroti Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Werner Faymann, fjármálaráðherra Austurríkis, ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í gær. Faymann telur að Evrópuríki verði að standa við bakið á vinum sínum. NordicPhotos/afp Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim. Grikkland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim.
Grikkland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira