Ár undir ógnarstjórn Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2015 07:00 Abu Bakr al Baghdadi er sagður hafa særst alvarlega í loftárás Bandaríkjahers í mars og sagður ófær um að stjórna samtökunum áfram. vísir/EPA Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28