Ár undir ógnarstjórn Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2015 07:00 Abu Bakr al Baghdadi er sagður hafa særst alvarlega í loftárás Bandaríkjahers í mars og sagður ófær um að stjórna samtökunum áfram. vísir/EPA Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28