Aldraðir eiga að fá 300 þúsund á mánuði Björgvin Guðmundsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Aldraðir og öryrkjar eiga siðferðilegan rétt á því að fá sömu hækkun á lífeyri sínum frá TR eins og verkafólk fær á sínum launum samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra svaraði því neitandi, þegar formaður Samfylkingarinnar spurði að því á Alþingi, hvort lífeyrir yrði hækkaður til jafns við lægstu laun. Fjármálaráðherra sagði, að ríkið hefði ekki efni á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja! Ráðherrann gaf jafnframt í skyn, að ríkinu bæri ekki skylda til þess að hækka lífeyri jafnmikið og laun! Lengi vel var það svo, að tilgreint var ákveðið í lögum, að lífeyrir ætti að hækka jafnmikið og lágmarkslaun. Davíð Oddsson lét sem forsætisráðherra og formaður Sjàlfstæðisflokksins fella þetta ákvæði úr lögunum. En í staðinn var sett í lögin, að við hækkun lífeyris ætti að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Þegar Davíð sætti gagnrýni fyrir þessa breytingu sagði hann, að þetta yrði betra fyrir lífeyrisþega. Nú væru þeir tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Það skýtur því skökku við, að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að ómerkja orð Davíðs og neiti að láta lífeyri hækka til jafns við lægstu laun!Aldraðir fái 300 þúsund fyrr Lífeyrir aldraðra og öryrkja verður að hækka í 300 þúsund kr. á mánuði eins og laun. Lögin og andi þeirra segja það. Og yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra styður við þá túlkun. Spurningin er aðeins sú, hvort lífeyrir þurfi ekki að hækka fyrr í 300 þúsund en eftir 3 ár. Ef til vill væri eðlilegra að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í 300 þúsund eftir 2 ár. Neyslukönnun Hagstofunnar segir, að meðaltalsneysla einhleypinga sé 321 þúsund krónur á mánuði. En lífeyrir aldraðra einhleypinga frá TR er aðeins 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta eru sambærilegar tölur. Það vantar því 129 þúsund kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR nái neyslukönnun Hagstofunnar. Lífeyrisþegar geta ekki beðið í 3 ár eftir því, að sá munur verði jafnaður. Það átti að vera búið að jafna hann fyrir löngu. Það er lágmark að jafna þennan mun á 2 árum. Hækki lífeyrir um 25.000 kr. á mánuði frá 1. maí sl., um 39.500 eftir eitt ár og 64.500 eftir 2 ár hefur þessi munur verið jafnaður. Jöfnun næst fyrr, ef ríkisstjórnin stendur við loforð stjórnarflokkanna um að jafna kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans strax. Það þýðir 45 þúsund kr. hækkun lífeyris á mánuði. Nýir kjarasamningar losa ríkisstjórnina ekki undan loforðinu. Það er kominn tími til, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit við aldraða og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aldraðir og öryrkjar eiga siðferðilegan rétt á því að fá sömu hækkun á lífeyri sínum frá TR eins og verkafólk fær á sínum launum samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra svaraði því neitandi, þegar formaður Samfylkingarinnar spurði að því á Alþingi, hvort lífeyrir yrði hækkaður til jafns við lægstu laun. Fjármálaráðherra sagði, að ríkið hefði ekki efni á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja! Ráðherrann gaf jafnframt í skyn, að ríkinu bæri ekki skylda til þess að hækka lífeyri jafnmikið og laun! Lengi vel var það svo, að tilgreint var ákveðið í lögum, að lífeyrir ætti að hækka jafnmikið og lágmarkslaun. Davíð Oddsson lét sem forsætisráðherra og formaður Sjàlfstæðisflokksins fella þetta ákvæði úr lögunum. En í staðinn var sett í lögin, að við hækkun lífeyris ætti að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Þegar Davíð sætti gagnrýni fyrir þessa breytingu sagði hann, að þetta yrði betra fyrir lífeyrisþega. Nú væru þeir tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Það skýtur því skökku við, að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að ómerkja orð Davíðs og neiti að láta lífeyri hækka til jafns við lægstu laun!Aldraðir fái 300 þúsund fyrr Lífeyrir aldraðra og öryrkja verður að hækka í 300 þúsund kr. á mánuði eins og laun. Lögin og andi þeirra segja það. Og yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra styður við þá túlkun. Spurningin er aðeins sú, hvort lífeyrir þurfi ekki að hækka fyrr í 300 þúsund en eftir 3 ár. Ef til vill væri eðlilegra að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í 300 þúsund eftir 2 ár. Neyslukönnun Hagstofunnar segir, að meðaltalsneysla einhleypinga sé 321 þúsund krónur á mánuði. En lífeyrir aldraðra einhleypinga frá TR er aðeins 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta eru sambærilegar tölur. Það vantar því 129 þúsund kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR nái neyslukönnun Hagstofunnar. Lífeyrisþegar geta ekki beðið í 3 ár eftir því, að sá munur verði jafnaður. Það átti að vera búið að jafna hann fyrir löngu. Það er lágmark að jafna þennan mun á 2 árum. Hækki lífeyrir um 25.000 kr. á mánuði frá 1. maí sl., um 39.500 eftir eitt ár og 64.500 eftir 2 ár hefur þessi munur verið jafnaður. Jöfnun næst fyrr, ef ríkisstjórnin stendur við loforð stjórnarflokkanna um að jafna kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans strax. Það þýðir 45 þúsund kr. hækkun lífeyris á mánuði. Nýir kjarasamningar losa ríkisstjórnina ekki undan loforðinu. Það er kominn tími til, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit við aldraða og öryrkja.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun