Ísland mætir Ísrael í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2016. Leikurinn fer fram ytra og hefst klukkan 16.45.
Þetta er næstsíðasti leikur strákanna okkar í riðlinum. Ísland (5 stig) er í harðri baráttu við Svartfjallaland (6 stig) og Serbíu (5 stig) um efstu tvö sæti riðilsins en síðarnefndu liðin mætast innbyrðis í kvöld.
Ísrael er enn stigalaust en Aron Kristjánsson segir að liðið sé erfitt heim að sækja. „Þeir eru mun ákafari í vörn og komast upp með meira. Serbía og Svartfjallaland lentu bæði í basli hér úti,“ segir Aron við Fréttablaðið. „Það er mikilvægt að halda einbeitingu og átta sig á því að það mun taka tíma að brjóta þá niður. Annars gæti þetta orðið erfitt.“
Það er ljóst að sigur í leiknum í dag mun ekki tryggja Íslandi sæti á EM í Póllandi. En sigur er algjörlega nauðsynlegur.
„Fyrir okkur er málið einfalt. Við ætlum okkur að vinna báða þessa leiki sem eftir eru,“ sagði Aron en Ísland mætir Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni á sunnudag. „Við stefnum á fyrsta sæti riðilsins.“
Alexander Petersson gat ekki gefið kost á sér í leikinn vegna meiðsla og þá er Bjarki Már Gunnarsson tæpur eftir að hafa snúið sig á ökkla fyrir fáeinum dögum. Hann æfði þó í gær og ætti að geta spilað í dag.
Þolinmæðisverk að brjóta niður lið Ísraels
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti
