Enga skerðingu á lífeyri aldraðra 5. júní 2015 08:00 Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lífeyrissjóðum. Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum mundi skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. En það hefur farið á annan veg. Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið. Eins og eignaupptaka Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum. Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.Nýjar viðræður nauðsynlegar En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar. Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lífeyrissjóðum. Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum mundi skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. En það hefur farið á annan veg. Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið. Eins og eignaupptaka Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum. Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.Nýjar viðræður nauðsynlegar En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar. Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun