Óttast lög á verkfallið Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Aðstoðarmaður forstjóra segir að starfsemi spítalans hafi gengið vel um helgina, en ástandið geti ekki verið óbreytt til lengdar. fréttablaðið/ernir „Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir. Verkfall 2016 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira
„Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir.
Verkfall 2016 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira