Í mat er mikill máttur Sigga Dögg skrifar 29. maí 2015 11:00 Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir visir/vilhelm Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir hefur dáleiðandi nærveru og eftir nokkurra mínútna spjall langar blaðamann að kafa dýpra ofan í heim jurta, náttúrulækninga og lifandi gerla og tileinka sér þessa speki. Við hittumst á Jurtaapótekinu hennar sem er hlýlegur staður stútfullur af jurtum, tinktúrum, blómadropum og smyrslum en það vildi svo vel til að glas af sítrónudropum brotnaði svo öll búðin angaði af ferskum ilmi sítróna. Kolbrún vissi ung hvaða braut hún ætlaði sér að feta og fann að náttúran, mataræði og hreyfing kallaði hana til sín. Hún ólst upp í Reykjavík, þó með nokkurra ára viðkomu á sveitabæ sem foreldrar hennar festu kaup á á unglingsárum hennar, og elur börn og buru í hjarta miðbæjarins. „Mér líður eins og ég búi í litlu þorpi og ég byrjaði með stofuna mína í miðbænum í Kjörgarði og því var einhvern veginn rökréttast að búa hérna líka,“ segir Kolbrún sem hefur verið starfandi grasalæknir í tuttugu og tvö ár. Þegar hún er innt eftir því hvort grasalækningar sé kvennafag þá segir hún svo ekki vera. „Úti í Bretlandi þar sem ég lærði þá eru þetta aðallega karlar enda er þetta orðið að virtri grein í háskólum þar en hér heima erum við fjórar starfandi grasalæknar og allt konur,“ segir Kolbrún sem segir starfsumhverfið hér vera gott þrátt fyrir innflutningstakmarkanir. „Við virðumst fylgja Noregi þegar kemur að boðum og bönnum. Það er lygilega langur listi af jurtum sem ekki má flytja inn til landsins en þá þarf maður bara að þekkja samheitajurtir og þannig lætur maður þetta ganga upp,“ bætir Kolbrún kímin við.Ekki verða óléttKolbrún ætlaði sér ung að verða kokkur en það var faðir hennar sem setti það sem skilyrði að hún skyldi næla sér í stúdentspróf. Hún er ein fimm systkina og er rík áhersla lögð á menntun í fjölskyldunni. Í Menntaskólanum að Laugarvatni drakk Kolbrún í sig allar þær bókmenntir er tengdust mataræði og náttúrulækningum. „Á þeim tíma var ekki mikið um svona bækur, það voru nokkrar frá 1940 og svo nokkrar glænýjar en annað var það ekki. Ég drakk þetta allt í mig,“ segir Kolbrún og áhuginn leynir sér ekki. Þegar það kom að því að velja líf handan öryggis framhaldsskólans þá vissi Kolbrún strax að hún ætlaði að verða grasalæknir. „Pabbi vildi ekki heyra á það minnst að ég ætlaði að vinna og safna mér pening fyrir náminu, þá yrði ég bara ólétt í millitíðinni og myndi aldrei fara,“ segir Kolbrún og hlær enda kom fyrsta barnið ekki undir fyrr en þó nokkuð mörgum árum seinna. Raunin varð sú að Kolbrún dreif sig út í nám og sér ekki eftir því í dag enda blómstrar Jurtaapótekið hennar sem aldrei fyrr.visir/ur einkasafniÉg elska rjóma Kolbrún leggur land undir fót í sumar og ferðast til Indlands, nánar tiltekið Kerala-fylkis í suðurhluta landsins þar sem hún nemur Ayurveda-fræði þar sem mataræði, jurtir, jóga og orkustöðvar líkamans blandast saman. „Jóga er mín fyrsta og helsta hreyfing, ég set hana alltaf í fyrsta sæti þó ekki sé nema fimm mínútur heima hjá mér á morgnana,“ segir Kolbrún sem efast ekki um að hún muni kenna jóga einhvern tíma í framtíðinni. „Það vantar alhliða nálgun að heilsu og líkamanum og mig langar að kenna fólki að borða mat sem hentar líkama þess og lífsstíl,“ segir Kolbrún sem minnir á að grasalæknar byrja oft í eldhúsinu heima að mylja og sjóða jurtir. „Þetta tengist órjúfanlegum böndum og þegar við tölum um jurtir þá erum við að tala um næringu og hvað við setjum ofan í okkur og því skiptir máli hvað við borðum,“ leggur Kolbrún áherslu á. Hún hefur gefið út eina bók um mataræði og er með þá næstu á teikniborðinu. „Ég trúi því að við þurfum að borða miklu meira af lifandi gerlum en í nútímamat er allt gerilsneytt og næringarsnautt og því glímum við við alls kyns heilsufarskvilla,“ segir Kolbrún. Aðspurð um mataræði segist Kolbrún forðast mjólkurvörur en elskar þó rjóma. „Ég bara finn að mjólk fer illa í mig og því sleppi ég henni en ég nota hana fyrir börnin,“ segir Kolbrún en leggur einnig áherslu á að viðbótarefni matvæla skiptir máli. „Það er best að borða matvæli sem eru ekki samsett úr öðru, frekar en brauðost að borða þá mozzarella-ost eða parmesanost,“ segir Kolbrún sem um þessar mundir er að gerja sitt eigið skyr.visir/úr einkasafniSlekkur á öllu á kvöldin Áhugamál Kolbrúnar snúa flest að því að jarðtengja sig og stundar hún fjallgöngur og sjósund af kappi. „Ég er úr svo léttu efni, ef svo má kalla það, og það er mikilvægt fyrir mig að fá þungan og mikinn mat og svo að tengja mig við jörðina auk þess að fá hreyfingu,“ segir Kolbrún. „Við búum í svo hlöðnu umhverfi, sérstaklega hér í borginni, að það er lífsnauðsyn að afhlaða sig og senda orku aftur í jörðina og það hefst með smá tengingu við mold,“ segir Kolbrún. „Jörðin og við erum mínushlaðin en umhverfið er jákvætt hlaðið. Ef það kemur smá stuð þegar þú snertir bíl þá þarftu að laga hleðsluna þína og þá er gott að geta farið út í garð og rótað smá í moldinni,“ segir Kolbrún sem einnig skreppur reglulega út fyrir borgarmörkin og í sveitina til að hlaða batteríin. „Ég slekk á öllu heima hjá mér á kvöldin því það er svo mikil hleðsla úti um allt. Þótt börnunum kunni að þykja það pirrandi þá tel ég það mikilvægt,“ segir Kolbrún. Hún hvetur fólk til að opna fyrir annars kyns ráð við kvillum og sjúkdómum og minnir á að „í mat er mikill máttur og hver og einn þarf að nærast eins og best hentar líkama viðkomandi og þá er hægt að vinna betur með sjúkdóma“. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að fara að sperra eyrun og fylgjast betur með því sem Kolbrún segir því góð næring er lífs og hjartans mál.visir/úreinkasafniEngir nammidagar „Ég set reglurnar þegar kemur að mataræði fjölskyldunnar og það er mér hjartans mál,“ segir Kolbrún sem er iðin við að elda allan mat fjölskyldunnar frá grunni. „Börnin mín alast upp við að allt sé heimagert með grófu spelti og litlum sem engum hvítum sykri þó að þau reyndar fái alveg að borða það sem þau vilja í afmælum og þess háttar,“ segir Kolbrún. „Ég baka allt brauðmeti sjálf, þó að það þýði að ég þurfi að vakna á undan þeim og henda í brauð þá fá þau heimagert og nýbakað með sér í skólann um morguninn,“ segir Kolbrún án þess að kippa sér neitt sérstaklega upp við slík morgunverk. Börnin á heimilinu eru þrjú og eru þau vön mataræði móður sinnar og eru farin að skilja mikilvægi þess. „Þau eru mjög gagnrýnin á matinn í skólanum. Elsti sonur minn, sem er þrettán ára, kom heim nýlega og var virkilega hissa á því að kakósúpa teldist sem hádegismatur,“ segir Kolbrún og hristir hausinn. „Þau fá ekki nammidaga og sakna þess ekkert sérstaklega, allavega kvarta þau ekki undan því, enda fá þau alveg stundum súkkulaði en þá helst lífrænt eðalsúkkulaði,“ segir Kolbrún. Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir hefur dáleiðandi nærveru og eftir nokkurra mínútna spjall langar blaðamann að kafa dýpra ofan í heim jurta, náttúrulækninga og lifandi gerla og tileinka sér þessa speki. Við hittumst á Jurtaapótekinu hennar sem er hlýlegur staður stútfullur af jurtum, tinktúrum, blómadropum og smyrslum en það vildi svo vel til að glas af sítrónudropum brotnaði svo öll búðin angaði af ferskum ilmi sítróna. Kolbrún vissi ung hvaða braut hún ætlaði sér að feta og fann að náttúran, mataræði og hreyfing kallaði hana til sín. Hún ólst upp í Reykjavík, þó með nokkurra ára viðkomu á sveitabæ sem foreldrar hennar festu kaup á á unglingsárum hennar, og elur börn og buru í hjarta miðbæjarins. „Mér líður eins og ég búi í litlu þorpi og ég byrjaði með stofuna mína í miðbænum í Kjörgarði og því var einhvern veginn rökréttast að búa hérna líka,“ segir Kolbrún sem hefur verið starfandi grasalæknir í tuttugu og tvö ár. Þegar hún er innt eftir því hvort grasalækningar sé kvennafag þá segir hún svo ekki vera. „Úti í Bretlandi þar sem ég lærði þá eru þetta aðallega karlar enda er þetta orðið að virtri grein í háskólum þar en hér heima erum við fjórar starfandi grasalæknar og allt konur,“ segir Kolbrún sem segir starfsumhverfið hér vera gott þrátt fyrir innflutningstakmarkanir. „Við virðumst fylgja Noregi þegar kemur að boðum og bönnum. Það er lygilega langur listi af jurtum sem ekki má flytja inn til landsins en þá þarf maður bara að þekkja samheitajurtir og þannig lætur maður þetta ganga upp,“ bætir Kolbrún kímin við.Ekki verða óléttKolbrún ætlaði sér ung að verða kokkur en það var faðir hennar sem setti það sem skilyrði að hún skyldi næla sér í stúdentspróf. Hún er ein fimm systkina og er rík áhersla lögð á menntun í fjölskyldunni. Í Menntaskólanum að Laugarvatni drakk Kolbrún í sig allar þær bókmenntir er tengdust mataræði og náttúrulækningum. „Á þeim tíma var ekki mikið um svona bækur, það voru nokkrar frá 1940 og svo nokkrar glænýjar en annað var það ekki. Ég drakk þetta allt í mig,“ segir Kolbrún og áhuginn leynir sér ekki. Þegar það kom að því að velja líf handan öryggis framhaldsskólans þá vissi Kolbrún strax að hún ætlaði að verða grasalæknir. „Pabbi vildi ekki heyra á það minnst að ég ætlaði að vinna og safna mér pening fyrir náminu, þá yrði ég bara ólétt í millitíðinni og myndi aldrei fara,“ segir Kolbrún og hlær enda kom fyrsta barnið ekki undir fyrr en þó nokkuð mörgum árum seinna. Raunin varð sú að Kolbrún dreif sig út í nám og sér ekki eftir því í dag enda blómstrar Jurtaapótekið hennar sem aldrei fyrr.visir/ur einkasafniÉg elska rjóma Kolbrún leggur land undir fót í sumar og ferðast til Indlands, nánar tiltekið Kerala-fylkis í suðurhluta landsins þar sem hún nemur Ayurveda-fræði þar sem mataræði, jurtir, jóga og orkustöðvar líkamans blandast saman. „Jóga er mín fyrsta og helsta hreyfing, ég set hana alltaf í fyrsta sæti þó ekki sé nema fimm mínútur heima hjá mér á morgnana,“ segir Kolbrún sem efast ekki um að hún muni kenna jóga einhvern tíma í framtíðinni. „Það vantar alhliða nálgun að heilsu og líkamanum og mig langar að kenna fólki að borða mat sem hentar líkama þess og lífsstíl,“ segir Kolbrún sem minnir á að grasalæknar byrja oft í eldhúsinu heima að mylja og sjóða jurtir. „Þetta tengist órjúfanlegum böndum og þegar við tölum um jurtir þá erum við að tala um næringu og hvað við setjum ofan í okkur og því skiptir máli hvað við borðum,“ leggur Kolbrún áherslu á. Hún hefur gefið út eina bók um mataræði og er með þá næstu á teikniborðinu. „Ég trúi því að við þurfum að borða miklu meira af lifandi gerlum en í nútímamat er allt gerilsneytt og næringarsnautt og því glímum við við alls kyns heilsufarskvilla,“ segir Kolbrún. Aðspurð um mataræði segist Kolbrún forðast mjólkurvörur en elskar þó rjóma. „Ég bara finn að mjólk fer illa í mig og því sleppi ég henni en ég nota hana fyrir börnin,“ segir Kolbrún en leggur einnig áherslu á að viðbótarefni matvæla skiptir máli. „Það er best að borða matvæli sem eru ekki samsett úr öðru, frekar en brauðost að borða þá mozzarella-ost eða parmesanost,“ segir Kolbrún sem um þessar mundir er að gerja sitt eigið skyr.visir/úr einkasafniSlekkur á öllu á kvöldin Áhugamál Kolbrúnar snúa flest að því að jarðtengja sig og stundar hún fjallgöngur og sjósund af kappi. „Ég er úr svo léttu efni, ef svo má kalla það, og það er mikilvægt fyrir mig að fá þungan og mikinn mat og svo að tengja mig við jörðina auk þess að fá hreyfingu,“ segir Kolbrún. „Við búum í svo hlöðnu umhverfi, sérstaklega hér í borginni, að það er lífsnauðsyn að afhlaða sig og senda orku aftur í jörðina og það hefst með smá tengingu við mold,“ segir Kolbrún. „Jörðin og við erum mínushlaðin en umhverfið er jákvætt hlaðið. Ef það kemur smá stuð þegar þú snertir bíl þá þarftu að laga hleðsluna þína og þá er gott að geta farið út í garð og rótað smá í moldinni,“ segir Kolbrún sem einnig skreppur reglulega út fyrir borgarmörkin og í sveitina til að hlaða batteríin. „Ég slekk á öllu heima hjá mér á kvöldin því það er svo mikil hleðsla úti um allt. Þótt börnunum kunni að þykja það pirrandi þá tel ég það mikilvægt,“ segir Kolbrún. Hún hvetur fólk til að opna fyrir annars kyns ráð við kvillum og sjúkdómum og minnir á að „í mat er mikill máttur og hver og einn þarf að nærast eins og best hentar líkama viðkomandi og þá er hægt að vinna betur með sjúkdóma“. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að fara að sperra eyrun og fylgjast betur með því sem Kolbrún segir því góð næring er lífs og hjartans mál.visir/úreinkasafniEngir nammidagar „Ég set reglurnar þegar kemur að mataræði fjölskyldunnar og það er mér hjartans mál,“ segir Kolbrún sem er iðin við að elda allan mat fjölskyldunnar frá grunni. „Börnin mín alast upp við að allt sé heimagert með grófu spelti og litlum sem engum hvítum sykri þó að þau reyndar fái alveg að borða það sem þau vilja í afmælum og þess háttar,“ segir Kolbrún. „Ég baka allt brauðmeti sjálf, þó að það þýði að ég þurfi að vakna á undan þeim og henda í brauð þá fá þau heimagert og nýbakað með sér í skólann um morguninn,“ segir Kolbrún án þess að kippa sér neitt sérstaklega upp við slík morgunverk. Börnin á heimilinu eru þrjú og eru þau vön mataræði móður sinnar og eru farin að skilja mikilvægi þess. „Þau eru mjög gagnrýnin á matinn í skólanum. Elsti sonur minn, sem er þrettán ára, kom heim nýlega og var virkilega hissa á því að kakósúpa teldist sem hádegismatur,“ segir Kolbrún og hristir hausinn. „Þau fá ekki nammidaga og sakna þess ekkert sérstaklega, allavega kvarta þau ekki undan því, enda fá þau alveg stundum súkkulaði en þá helst lífrænt eðalsúkkulaði,“ segir Kolbrún.
Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira