Gagnrýna skúravæðingu Landmannalauga Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Um 80 þúsund gestir heimsækja Landmannalaugar árlega og þær eru ein af fjölsóttustu perlum hálendisins. Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira