Er ríkið að skerða samningsfrelsi stéttarfélaga? María Rúnarsdóttir og Guðfinna Þorvaldsdóttir og Laufey Gissurardóttir skrifa 21. maí 2015 07:00 Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi?
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun