Slógu í gegn fyrir Ísland í Eurovision en hvar eru þau í dag? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 10:00 Búningar stelpnanna vöktu ekki minni athygli en atriðið sjálft. Síðan árið 1986 hafa fjölmargir tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd en fengið mismikla athygli. Við renndum yfir sögu Íslands í keppninni og höfðum samband við þrjá fyrrverandi keppendur sem allir muna eftir og athuguðum hvað þeir væru að gera í dag.Léttklædd með Palla Guðrún Kaldal fór út með Páli Óskari Hjálmtýssyni til Dublin árið 1997 en hún var ein af fjórum dönsurum sem voru með honum á sviðinu. Guðrún er í dag framkvæmdastjóri í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli. „Ég er enn þá að dansa en ég er kannski meira að dansa með gömlum ballerínum,“ segir hún. „Hún Helena Jónsdóttir, sem var danshöfundur, við höfðum verið að dansa saman í hinum og þessum sýningum sem settar voru upp á Hótel Íslandi og höfðum verið saman í dansinum í gegnum árin,“ segir hún aðspurð hvernig hún endaði á sviðinu með Páli Óskari í Dublin. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað keppnin var stór. „Þetta var í Dublin árið 1997 og það var mikill órói á Írlandi þá. Við þurftum að tæma höllina einu sinni út af sprengjuhótun,“ segir hún og bætir við að þau hafi verið í lögreglufylgd. „Það var rosalega mikil öryggisgæsla og það fékk enginn nema þeir sem stigu á svið að fara baksviðs; ekki hárgreiðslufólkið sem var með okkur eða sminkan.“ Hún segir að þetta hafi komið sér mikið á óvart. „Og hvað þetta var bara ofboðslega stór hátíð.“Annar „frakkanna“ Daníel Traustason er einn af eftirminnilegustu dönsurum sem tekið hafa þátt í Eurovision fyrir Ísland. Hann dansaði ásamt Brynjari Þorsteinssyni þegar Selma Björnsdóttir kom, sá og næstum sigraði árið 1999. „Ég er að vinna hjá Vodafone, er vörustjóri þar, meðal annars með Vodafone Play,“ segir Daníel. Hann segist ekki hafa dansað mikið í rúm tíu ár. „Ég hætti að dansa svona um 2004. Var þá búinn að vera dansandi alveg frá því að ég var fjögurra ára. Þetta er sennilega ein skemmtilegasta og viðburðaríkasta vika sem ég hef upplifað. Maður fékk sínar fimmtán mínútur þarna úti. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins áhuga,“ segir Daníel. Hann segir að fylgst hafi verið með þeim hvert fótmál en þeim hafði verið spáð mikilli velgengni í keppninni. „Selma var bara algjör rokkstjarna þarna. Hún komst ekkert án öryggisvarða. Ég á frakkann enn þá,“ segir Daníel spurður um frakkann góða. En ferðu stundum í hann, þegar þér leiðist og tekur nokkur spor? „Ég var 19 að verða 20 og hann var nánast saumaður utan á mig. Ég er ekki mikið að draga hann fram. En ég þarf að láta setja hann í glerbúr eða eitthvað, ég er mikið spurður út í hann,“ segir Daníel og hlær.Bakrödd og hljómborðsleikari Ingu Eva Ásrún Albertsdóttir hefur margoft sungið bakraddir með íslenskum lögum í Eurovision. Hún fór fyrst út sem bakrödd árið 1989 til Sviss, 1991 til Rómar, 1993 til Írlands og svo aftur 1994 til Dublin. „Ég er ljósmóðir og hef verið að vinna undanfarin ár í mæðraverndinni á Landspítalanum en er í leyfi og er að vinna í Zinzino í dag,“ segir hún. En ertu að syngja eitthvað í dag? „Ég var að syngja í Hörpunni núna með Brunaliðinu síðast, þannig að ég er svona af og til.“ Eva Ásrún var meðal bakradda sem þurftu að læra í snatri á hljómborð til að spila á sviðinu á Írlandi árið 1993 með Ingu í laginu Þá veistu svarið. „Það voru allt aðrar reglur í keppninni þá og það urðu bara að vera á sviðinu þeir sem voru að spila. Einhvern veginn var lendingin sú að við spiluðum allar á þessi hljómborð og Eyfi spilaði á trommur,“ segir hún. „Þetta var ekki spilað „live“ en það þurfti að „mæma“ hljómborðin. Þetta var rosalegt stress því það mátti engan veginn að sjást að það væri eitthvert klúður í gangi, að við kynnum þetta ekki. Þetta varð að vera algjörlega upp á tíu,“ segir Eva, sem segist ekki hafa kunnað að spila á hljómborð. „Ég gerði þetta en ég er ekki hljómborðsleikari,“ segir hún. Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Eurovísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
Síðan árið 1986 hafa fjölmargir tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd en fengið mismikla athygli. Við renndum yfir sögu Íslands í keppninni og höfðum samband við þrjá fyrrverandi keppendur sem allir muna eftir og athuguðum hvað þeir væru að gera í dag.Léttklædd með Palla Guðrún Kaldal fór út með Páli Óskari Hjálmtýssyni til Dublin árið 1997 en hún var ein af fjórum dönsurum sem voru með honum á sviðinu. Guðrún er í dag framkvæmdastjóri í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli. „Ég er enn þá að dansa en ég er kannski meira að dansa með gömlum ballerínum,“ segir hún. „Hún Helena Jónsdóttir, sem var danshöfundur, við höfðum verið að dansa saman í hinum og þessum sýningum sem settar voru upp á Hótel Íslandi og höfðum verið saman í dansinum í gegnum árin,“ segir hún aðspurð hvernig hún endaði á sviðinu með Páli Óskari í Dublin. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað keppnin var stór. „Þetta var í Dublin árið 1997 og það var mikill órói á Írlandi þá. Við þurftum að tæma höllina einu sinni út af sprengjuhótun,“ segir hún og bætir við að þau hafi verið í lögreglufylgd. „Það var rosalega mikil öryggisgæsla og það fékk enginn nema þeir sem stigu á svið að fara baksviðs; ekki hárgreiðslufólkið sem var með okkur eða sminkan.“ Hún segir að þetta hafi komið sér mikið á óvart. „Og hvað þetta var bara ofboðslega stór hátíð.“Annar „frakkanna“ Daníel Traustason er einn af eftirminnilegustu dönsurum sem tekið hafa þátt í Eurovision fyrir Ísland. Hann dansaði ásamt Brynjari Þorsteinssyni þegar Selma Björnsdóttir kom, sá og næstum sigraði árið 1999. „Ég er að vinna hjá Vodafone, er vörustjóri þar, meðal annars með Vodafone Play,“ segir Daníel. Hann segist ekki hafa dansað mikið í rúm tíu ár. „Ég hætti að dansa svona um 2004. Var þá búinn að vera dansandi alveg frá því að ég var fjögurra ára. Þetta er sennilega ein skemmtilegasta og viðburðaríkasta vika sem ég hef upplifað. Maður fékk sínar fimmtán mínútur þarna úti. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins áhuga,“ segir Daníel. Hann segir að fylgst hafi verið með þeim hvert fótmál en þeim hafði verið spáð mikilli velgengni í keppninni. „Selma var bara algjör rokkstjarna þarna. Hún komst ekkert án öryggisvarða. Ég á frakkann enn þá,“ segir Daníel spurður um frakkann góða. En ferðu stundum í hann, þegar þér leiðist og tekur nokkur spor? „Ég var 19 að verða 20 og hann var nánast saumaður utan á mig. Ég er ekki mikið að draga hann fram. En ég þarf að láta setja hann í glerbúr eða eitthvað, ég er mikið spurður út í hann,“ segir Daníel og hlær.Bakrödd og hljómborðsleikari Ingu Eva Ásrún Albertsdóttir hefur margoft sungið bakraddir með íslenskum lögum í Eurovision. Hún fór fyrst út sem bakrödd árið 1989 til Sviss, 1991 til Rómar, 1993 til Írlands og svo aftur 1994 til Dublin. „Ég er ljósmóðir og hef verið að vinna undanfarin ár í mæðraverndinni á Landspítalanum en er í leyfi og er að vinna í Zinzino í dag,“ segir hún. En ertu að syngja eitthvað í dag? „Ég var að syngja í Hörpunni núna með Brunaliðinu síðast, þannig að ég er svona af og til.“ Eva Ásrún var meðal bakradda sem þurftu að læra í snatri á hljómborð til að spila á sviðinu á Írlandi árið 1993 með Ingu í laginu Þá veistu svarið. „Það voru allt aðrar reglur í keppninni þá og það urðu bara að vera á sviðinu þeir sem voru að spila. Einhvern veginn var lendingin sú að við spiluðum allar á þessi hljómborð og Eyfi spilaði á trommur,“ segir hún. „Þetta var ekki spilað „live“ en það þurfti að „mæma“ hljómborðin. Þetta var rosalegt stress því það mátti engan veginn að sjást að það væri eitthvert klúður í gangi, að við kynnum þetta ekki. Þetta varð að vera algjörlega upp á tíu,“ segir Eva, sem segist ekki hafa kunnað að spila á hljómborð. „Ég gerði þetta en ég er ekki hljómborðsleikari,“ segir hún. Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira