Frítíminn getur verið dýrt spaug Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun