Auðlindir og stjórnarskrá Stefán Jón Hafstein skrifar 9. maí 2015 07:00 Traust á valdastofnunum, stjórnmálamönnum og -flokkum er í lágmarki meðal þjóðarinnar og engin furða. Vilji Íslendinga stendur til þess að þjóðareign á auðlindum okkar sé tryggð, en málið tafið endalaust. Samt er hér ákaflega mikið í húfi eins og ég rakti í fyrri grein um verðmæti auðlinda í þjóðareign. Þær eru að lágmarki 2.000 milljarðar króna – fjórar til sex milljónir á hvert mannsbarn hið minnsta Þessi auðæfi þarf að tryggja þjóðinni í stjórnarskrá um aldur og ævi.Margreynt Ekki skortir almennan vilja. En ákveðin hagsmunaöfl berjast gegn því að þjóðin tryggi sér auðlindirnar með æðstu lögum landsins. Engin önnur skýring er haldbær. Frá aldamótum hafa tvær opinberar auðlindanefndir lagt til skýrt ákvæði um þjóðareign. Stjórnarskrárnefnd sem starfaði 2005 hafði vilja til þess án niðurstöðu, þingmenn Framsóknarflokksins (2007/8) gerðu góðar tillögur. Minna má á að 2006 fluttu Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, tillögu um stjórnarskrárákvæði sem innihélt hugtakið „þjóðareign“ (þótt tillagan hafi gengið of skammt) og á þinginu 2008-9 kom svo enn fram tillaga og nú frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni, Birki Jónssyni og Guðjóni A. Kristinssyni þar sem var hamrað á hugtakinu um þjóðareign sem ekki mætti selja eða láta varanlega af hendi. Sáttanefndin um sjávarútveg árið 2010 vildi fá ákvæði í stjórnarskrá og kom þá í ljós að LÍÚ var því andvígt fyrir hönd útgerðarmanna sem virðast alveg einangraðir. Stjórnlagaráð tók skörulega á málinu í sínum tillögum og í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og skoðanakönnunum kom fram yfirgnæfandi vilji þjóðarinnar að fá ákvæði um þetta efni í stjórnarskrá. Þorvaldur Gylfason hefur rakið í mörgum greinum að sjá má áform um þetta efni marga áratugi aftur í tíma og koma við sögu menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Hvers vegna gerist þá ekkert? Eina rökrétta niðurstaðan er sú að vel skipulagðir og þröngir hagsmunir kringum sjávarútvegsauðlindina ætli að drepa málinu á dreif fram í rauðan dauðann og skapa sér að lokum „hefðarrétt“ til að eigna sér fiskinn í sjónum. Þetta er hin hörmulega staða málsins og hana skynjar þjóðin og traust hennar á valdamönnum og -stofnunum þverr.Tvær meginstefnur Fáir þora beinlínis að berjast gegn ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir, en lítill minnihluti virðist ætla að beita sér fyrir því að væntanlegt ákvæði verði bitlaust, óljóst og taki ekki á kjarna málsins sem er að naglfesta hugtakið „þjóðareign“. Á málþingi um auðlindir í þjóðareign í liðnum mánuði lýsti Svanfríður Jónasdóttir hvernig tillögur hafa mótast um að festa í sessi skilgreiningu á þjóðareign og hér er byggt á (sjá kynningu á www. landvernd.is). Hún sat einmitt í fyrri auðlindanefndinni undir forystu Jóhannesar Nordals sem sló tóninn og vildi tryggja hagsmuni þjóðarinnar og arðinn til hennar – eins og næstum allir aðrir sem komið hafa að málinu síðan – fyrir utan útgerðarmenn.Stjórnlagaráð og næsta skref Ef aðeins auðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagaráðs hefði náðst í gegn á síðasta kjörtímabili hefði það verið erindisins virði. Það tókst ekki og því er ákvæði um auðlindir sem heyra undir almannavaldið ekki komið í stjórnarskrá, ákvæði eins og þetta: „…enginn getur fengið auðlindir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ (Stjórnlagaráð). Ráðið var einnig efnislega sammála Nordalsnefndinni um að arðurinn af auðlindunum ætti að renna til þjóðarinnar og koma gjald fyrir nýtingu. Staðan nú? Enn ein þingnefndin sem segist stefna að því að leggja fram tillögu um breytingar á stjórnarskrá er varði auðlindir í þjóðareign. Tvennt ber að hafa í huga þar: Að staðið verði við þetta fyrirheit, og þjóðin láti ekki bjóða sér útþynnt og óljóst almennt orðalag sem gefur færi á því að smygla óheyrilegum auðæfum út um bakdyrnar í hendur á fámennum hagsmunahópi. Þessa vakt þarf að standa og hafa augu á hverjir reynast traustir bandamenn þjóðarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum, stjórnmálamönnum og -flokkum er í lágmarki meðal þjóðarinnar og engin furða. Vilji Íslendinga stendur til þess að þjóðareign á auðlindum okkar sé tryggð, en málið tafið endalaust. Samt er hér ákaflega mikið í húfi eins og ég rakti í fyrri grein um verðmæti auðlinda í þjóðareign. Þær eru að lágmarki 2.000 milljarðar króna – fjórar til sex milljónir á hvert mannsbarn hið minnsta Þessi auðæfi þarf að tryggja þjóðinni í stjórnarskrá um aldur og ævi.Margreynt Ekki skortir almennan vilja. En ákveðin hagsmunaöfl berjast gegn því að þjóðin tryggi sér auðlindirnar með æðstu lögum landsins. Engin önnur skýring er haldbær. Frá aldamótum hafa tvær opinberar auðlindanefndir lagt til skýrt ákvæði um þjóðareign. Stjórnarskrárnefnd sem starfaði 2005 hafði vilja til þess án niðurstöðu, þingmenn Framsóknarflokksins (2007/8) gerðu góðar tillögur. Minna má á að 2006 fluttu Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, tillögu um stjórnarskrárákvæði sem innihélt hugtakið „þjóðareign“ (þótt tillagan hafi gengið of skammt) og á þinginu 2008-9 kom svo enn fram tillaga og nú frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni, Birki Jónssyni og Guðjóni A. Kristinssyni þar sem var hamrað á hugtakinu um þjóðareign sem ekki mætti selja eða láta varanlega af hendi. Sáttanefndin um sjávarútveg árið 2010 vildi fá ákvæði í stjórnarskrá og kom þá í ljós að LÍÚ var því andvígt fyrir hönd útgerðarmanna sem virðast alveg einangraðir. Stjórnlagaráð tók skörulega á málinu í sínum tillögum og í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og skoðanakönnunum kom fram yfirgnæfandi vilji þjóðarinnar að fá ákvæði um þetta efni í stjórnarskrá. Þorvaldur Gylfason hefur rakið í mörgum greinum að sjá má áform um þetta efni marga áratugi aftur í tíma og koma við sögu menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Hvers vegna gerist þá ekkert? Eina rökrétta niðurstaðan er sú að vel skipulagðir og þröngir hagsmunir kringum sjávarútvegsauðlindina ætli að drepa málinu á dreif fram í rauðan dauðann og skapa sér að lokum „hefðarrétt“ til að eigna sér fiskinn í sjónum. Þetta er hin hörmulega staða málsins og hana skynjar þjóðin og traust hennar á valdamönnum og -stofnunum þverr.Tvær meginstefnur Fáir þora beinlínis að berjast gegn ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir, en lítill minnihluti virðist ætla að beita sér fyrir því að væntanlegt ákvæði verði bitlaust, óljóst og taki ekki á kjarna málsins sem er að naglfesta hugtakið „þjóðareign“. Á málþingi um auðlindir í þjóðareign í liðnum mánuði lýsti Svanfríður Jónasdóttir hvernig tillögur hafa mótast um að festa í sessi skilgreiningu á þjóðareign og hér er byggt á (sjá kynningu á www. landvernd.is). Hún sat einmitt í fyrri auðlindanefndinni undir forystu Jóhannesar Nordals sem sló tóninn og vildi tryggja hagsmuni þjóðarinnar og arðinn til hennar – eins og næstum allir aðrir sem komið hafa að málinu síðan – fyrir utan útgerðarmenn.Stjórnlagaráð og næsta skref Ef aðeins auðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagaráðs hefði náðst í gegn á síðasta kjörtímabili hefði það verið erindisins virði. Það tókst ekki og því er ákvæði um auðlindir sem heyra undir almannavaldið ekki komið í stjórnarskrá, ákvæði eins og þetta: „…enginn getur fengið auðlindir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ (Stjórnlagaráð). Ráðið var einnig efnislega sammála Nordalsnefndinni um að arðurinn af auðlindunum ætti að renna til þjóðarinnar og koma gjald fyrir nýtingu. Staðan nú? Enn ein þingnefndin sem segist stefna að því að leggja fram tillögu um breytingar á stjórnarskrá er varði auðlindir í þjóðareign. Tvennt ber að hafa í huga þar: Að staðið verði við þetta fyrirheit, og þjóðin láti ekki bjóða sér útþynnt og óljóst almennt orðalag sem gefur færi á því að smygla óheyrilegum auðæfum út um bakdyrnar í hendur á fámennum hagsmunahópi. Þessa vakt þarf að standa og hafa augu á hverjir reynast traustir bandamenn þjóðarhagsmuna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun