Er Landspítalinn útungunarstöð fyrir fagfólk? Guðrún Kolbrún Otterstedt og Elísabet Sigfúsdóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifa 7. maí 2015 07:00 Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun