Eignarréttarfyrirvarinn og makrílfrumvarpið Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun