Píratar geta þetta Stjórnarmaðurinn skrifar 6. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira