Segir vígamönnum ISIS til syndanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. maí 2015 07:00 Leiðtogi "Íslamska ríkisins“, sem nú er sagður liggja alvarlega sár eftir loftárás í síðasta mánuði. nordicphotos/AFP Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vefsíðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagdadí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkisins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múhameð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð afturhaldssamur fortíðarsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kóraninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boðorð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drepur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og beinir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar miskunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæðum ykkar en óvinir íslams. Stundum gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskoruninni. Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vefsíðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagdadí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkisins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múhameð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð afturhaldssamur fortíðarsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kóraninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boðorð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drepur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og beinir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar miskunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæðum ykkar en óvinir íslams. Stundum gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskoruninni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira