Beið eftir strætó sem var stopp Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Vagninn sem gengur austur á Selfoss leggur upp frá skiptistöðinni í Mjódd. Vísir/Vilhelm „Ég tók bara Strætó upp í Mjódd og beið svo þar eftir vagninum á Selfoss í dágóða stund áður en ég tékkaði á síðunni hjá Strætó. Þá sá ég að þeir sem keyra á Selfoss voru í verkfalli en hinir sem keyra í bænum voru í lagi,“ segir Gunnar Már Hauksson um hrakfarir þær sem hann lenti í síðasta dag aprílmánaðar þegar félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hófu sínar fyrstu verkfallsaðgerðir víða um land.Gunnar Már HaukssonGunnar Már er tekinn tali í Fréttablaðinu í dag í tengslum við umfjöllun um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða á daglegt líf fólks. Gunnar Már sat við lokaritgerðarsmíði í fjölmiðlafræði í Þjóðarbókhlöðunni yfir daginn, en fékk svo að reyna verkfallið á eigin skinni þegar hann ætlaði heim til sín austur fyrir fjall. Efni ritgerðarinnar segir hann að sé uppbyggileg fréttamennska. Hann notaði sér hins vegar samfélagsmiðla til að greina frá raunum sínum og skrifaði á Twitter: „Tók strætó upp í Mjódd til að taka strætó á Selfoss. Strætóbílstjórar sem keyra á Selfoss eru í verkfalli. #fml #verkfall“ Verkfallsaðgerðir félaga SGA á landsbyggðinni halda áfram á morgun og hinn takist ekki samningar, en núna segist Gunnar betur undir þær búinn og býst ekki við að grípa aftur í tómt á biðstöðinni, hvort heldur sem það verður fyrir austan eða í Mjódd. Það hafi hins vegar orðið honum til bjargar fyrir helgi að systir hans var á leið á Selfoss síðar um kvöldið. „Þannig að þetta bjargaðist allt saman. En auðvitað frekar pirrandi að lenda í þessu.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is. Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
„Ég tók bara Strætó upp í Mjódd og beið svo þar eftir vagninum á Selfoss í dágóða stund áður en ég tékkaði á síðunni hjá Strætó. Þá sá ég að þeir sem keyra á Selfoss voru í verkfalli en hinir sem keyra í bænum voru í lagi,“ segir Gunnar Már Hauksson um hrakfarir þær sem hann lenti í síðasta dag aprílmánaðar þegar félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hófu sínar fyrstu verkfallsaðgerðir víða um land.Gunnar Már HaukssonGunnar Már er tekinn tali í Fréttablaðinu í dag í tengslum við umfjöllun um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða á daglegt líf fólks. Gunnar Már sat við lokaritgerðarsmíði í fjölmiðlafræði í Þjóðarbókhlöðunni yfir daginn, en fékk svo að reyna verkfallið á eigin skinni þegar hann ætlaði heim til sín austur fyrir fjall. Efni ritgerðarinnar segir hann að sé uppbyggileg fréttamennska. Hann notaði sér hins vegar samfélagsmiðla til að greina frá raunum sínum og skrifaði á Twitter: „Tók strætó upp í Mjódd til að taka strætó á Selfoss. Strætóbílstjórar sem keyra á Selfoss eru í verkfalli. #fml #verkfall“ Verkfallsaðgerðir félaga SGA á landsbyggðinni halda áfram á morgun og hinn takist ekki samningar, en núna segist Gunnar betur undir þær búinn og býst ekki við að grípa aftur í tómt á biðstöðinni, hvort heldur sem það verður fyrir austan eða í Mjódd. Það hafi hins vegar orðið honum til bjargar fyrir helgi að systir hans var á leið á Selfoss síðar um kvöldið. „Þannig að þetta bjargaðist allt saman. En auðvitað frekar pirrandi að lenda í þessu.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is.
Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira