Útlitið skiptir miklu máli Björn B. Björnsson skrifar 5. maí 2015 08:34 Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar