Á milli þjálfara og leikmanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 07:00 Ólafur Stefánsson kom með góða og jákvæða strauma á æfingu strákanna okkar í Höllinni í gær en hann er kominn í þjálfarateymið sem er mikill happafengur fyrir íslenska landsliðið Vísir/Vilhelm Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira