Tala látinna hækkar enn guðsteinn bjarnason skrifar 28. apríl 2015 07:00 Íbúar bera burt eigur sínar með aðstoð björgunarfólks, sem byrjað er að leita í rústunum í bænum Baktapúr, rétt hjá höfuðborginni Katmandú. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira