Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00