Ísland og hörmungar heimsins Hildur Sverrrisdóttir skrifar 25. apríl 2015 06:15 Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar