Aníta getur unnið í þriðja sinn í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Fréttablaðið/Getty ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni. Innlendar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni.
Innlendar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira