Einn seðlabankastjóri, en fjölskipuð bankastjórn Friðrik Már Baldursson og Þráinn Eggertsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Við, sem sitjum í nefnd um heildarskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands, vorum erlendis þegar tillögum okkar um breytingar á stjórnskipun Seðlabanka Íslands var lekið í dagblað en í kjölfar lekans birti fjármála- og efnahagsráðuneytið tillögur okkar á vefsíðu sinni. Okkur gafst því ekki ráðrúm til að kynna tillögur okkar sem skyldi. Ýmsir hafa tjáð sig um tillögurnar án þess þó að hafa lesið skilabréf nefndarinnar og athugasemdir okkar með frumvarpsdrögum, að því er virðist. Við leiðréttum hér þrjú atriði er lúta að fjölskipaðri bankastjórn, ráðningarferli bankastjóra, og rétt einstakra umsækjenda til að óska nafnleyndar.Fjölskipuð bankastjórn Í Seðlabanka Íslands er ekki fjölskipuð bankastjórn, ólíkt því sem gerist í seðlabönkum annars staðar á Norðurlöndunum og nær alls staðar í heiminum. Þetta þýðir að seðlabankastjóri getur einn tekið meiriháttar ákvarðanir í rekstri bankans og þarf ekki að sækja sér stuðning í bankastjórn. Ástæðan fyrir því að seðlabankar heims hafa fjölskipaða bankastjórn, einnig þar sem er til staðar fjölskipuð peningastefnunefnd, lýtur meðal annars að sjálfstæði seðlabanka gagnvart kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Það þykir ekki ráðlegt að setja einráðan embættismann yfir svo mikilvæga stofnun, heldur einhvers konar ráð eða stjórn. Í umræðunni á Íslandi hefur verið nefnt að Seðlabanka Evrópu nægi einn bankastjóri, sama máli gegni um Seðlabanka Bandaríkjanna, Noregs og Svíþjóðar, og svo framvegis. Þetta er rangt. Í þessum löndum eru fjölskipaðar bankastjórnir þar sem meiri háttar ákvarðanir eru teknar. Aðalseðlabankastjórinn er þar fremstur meðal jafningja, leiðir starf bankans og er talsmaður hans, en er ekki einráður. Í gildandi lögum um Seðlabanka Íslands er einn aðstoðarseðlabankastjóri, sem er undirmaður seðlabankastjórans, sem ákveður starfsvettvang aðstoðarseðlabankastjóra og umboð hans. Slíkt fyrirkomulag tíðkast hvergi annars staðar. Í tillögum okkar er talað um einn seðlabankastjóra og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Seðlabankastjóri leiðir starf bankans, er talsmaður hans og kemur fram fyrir hönd bankastjórnar. Við leggjum til að í alþjóðlegum samskiptum séu notuð ensku heitin Governor, Deputy Governor for Monetary Policy og Deputy Governor for Financial Stability, sbr. skipulag Englandsbanka. Seðlabankinn hefur óskað eftir því að aðstoðarseðlabankastjórar (eða varaseðlabankastjórar) verði tveir í framtíðinni. Tillögur okkar snúast því fyrst og fremst um að auka völd aðstoðar- eða varaseðlabankastjóra (orð sem fara illa í íslensku máli) og láta bankastjórana mynda bankastjórn, að erlendri fyrirmynd. Nánar tiltekið leggjum við til útgáfu af danska kerfinu, en undirstrikum forystuhlutverk formanns bankastjórnar – seðlabankastjóra. Við leggjum ekki til að aðalseðlabankastjórar verði þrír. Við mælum með því í skilabréfi okkar að núverandi seðlabankastjóri sitji út skipunartíma sinn, verði formaður bankastjórnar og seðlabankastjóri landsins.Ráðningarferlið Við leggjum til að ráðningarferli bankastjóra verði strangara en nú er. Enn sem fyrr skal auglýsa embætti bankastjóra og skipa valnefnd til að meta hæfni umsækjanda. Við gerum þá breytingu á ferlinu að ráðherra sé skylt að velja hæfasta umsækjandann. Ef ráðherra velur umsækjanda sem valnefndin telur ekki mjög vel hæfan, er málinu vísað til umsagnar og ákvörðunar Alþingis.Réttur umsækjanda til að óska nafnleyndar Réttur einstakra umsækjenda um opinber störf til að óska nafnleyndar er breytilegur eftir löndum. Nafnleynd er leyfð í Danmörku en ekki í Noregi. Við leggjum aðeins til að einstakir aðilar geti sótt um nafnleynd. Nafnleynd hvílir ekki sjálfkrafa yfir öllu ferlinu. Ef ráðherra velur umsækjanda, sem óskað hefur nafnleyndar, verður ráðherra að birta skýrslu dómnefndar um umsækjandann. Ef sá er ekki talinn mjög vel hæfur, fer málið til Alþingis og nafnleynd er létt af öllum umsækjendum. Við nafnleynd eru kostir og gallar. Kostirnir lúta að því að hvetja mjög hæfa einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu til að sækja um embætti bankastjóra. Slíkir einstaklingar kunna að hika við að sækja um ef þeir geta ekki óskað nafnleyndar. Við höfum í huga til dæmis sérfræðinga innan Seðlabankans sem sækja á móti yfirmönnum sínum eða Íslendinga sem starfa hjá erlendum fjármálastofnunum. Tilgangur okkar með nafnleynd er því að fjölga hæfum umsækjendum.Lokaorð Í umræðunni um tillögur okkar verður mönnum tíðrætt um pólitíska spillingu á Íslandi og telja að í slíku umhverfi sé heppilegast að í Seðlabanka Íslands sé bankastjórn með einum valdamiklum bankastjóra, ólíkt því sem gerist til dæmis á Norðurlöndunum. Við teljum kerfi með einum bankastjóra vera óskynsamlegt bæði af pólitískum og hagfræðilegum ástæðum. Margir segja að núverandi kerfi, sem varð til á nokkrum vikum í febrúar 2009, hafi reynst vel. Árangurinn stafar einkum af því að sitjandi seðlabankastjóri, sem er mjög fær og reyndur á sínu sviði, hefur ekki gernýtt þau völd sem gildandi lög gefa honum. En hann á formlega aðeins rúm fjögur ár eftir í starfi og hefur haft við orð í fjölmiðlum að hann íhugi að hverfa fljótlega til starfa erlendis. Þegar skipulag seðlabanka er ákveðið, þarf að horfa langt fram á veginn, fram hjá sitjandi seðlabankastjóra og ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Við, sem sitjum í nefnd um heildarskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands, vorum erlendis þegar tillögum okkar um breytingar á stjórnskipun Seðlabanka Íslands var lekið í dagblað en í kjölfar lekans birti fjármála- og efnahagsráðuneytið tillögur okkar á vefsíðu sinni. Okkur gafst því ekki ráðrúm til að kynna tillögur okkar sem skyldi. Ýmsir hafa tjáð sig um tillögurnar án þess þó að hafa lesið skilabréf nefndarinnar og athugasemdir okkar með frumvarpsdrögum, að því er virðist. Við leiðréttum hér þrjú atriði er lúta að fjölskipaðri bankastjórn, ráðningarferli bankastjóra, og rétt einstakra umsækjenda til að óska nafnleyndar.Fjölskipuð bankastjórn Í Seðlabanka Íslands er ekki fjölskipuð bankastjórn, ólíkt því sem gerist í seðlabönkum annars staðar á Norðurlöndunum og nær alls staðar í heiminum. Þetta þýðir að seðlabankastjóri getur einn tekið meiriháttar ákvarðanir í rekstri bankans og þarf ekki að sækja sér stuðning í bankastjórn. Ástæðan fyrir því að seðlabankar heims hafa fjölskipaða bankastjórn, einnig þar sem er til staðar fjölskipuð peningastefnunefnd, lýtur meðal annars að sjálfstæði seðlabanka gagnvart kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Það þykir ekki ráðlegt að setja einráðan embættismann yfir svo mikilvæga stofnun, heldur einhvers konar ráð eða stjórn. Í umræðunni á Íslandi hefur verið nefnt að Seðlabanka Evrópu nægi einn bankastjóri, sama máli gegni um Seðlabanka Bandaríkjanna, Noregs og Svíþjóðar, og svo framvegis. Þetta er rangt. Í þessum löndum eru fjölskipaðar bankastjórnir þar sem meiri háttar ákvarðanir eru teknar. Aðalseðlabankastjórinn er þar fremstur meðal jafningja, leiðir starf bankans og er talsmaður hans, en er ekki einráður. Í gildandi lögum um Seðlabanka Íslands er einn aðstoðarseðlabankastjóri, sem er undirmaður seðlabankastjórans, sem ákveður starfsvettvang aðstoðarseðlabankastjóra og umboð hans. Slíkt fyrirkomulag tíðkast hvergi annars staðar. Í tillögum okkar er talað um einn seðlabankastjóra og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Seðlabankastjóri leiðir starf bankans, er talsmaður hans og kemur fram fyrir hönd bankastjórnar. Við leggjum til að í alþjóðlegum samskiptum séu notuð ensku heitin Governor, Deputy Governor for Monetary Policy og Deputy Governor for Financial Stability, sbr. skipulag Englandsbanka. Seðlabankinn hefur óskað eftir því að aðstoðarseðlabankastjórar (eða varaseðlabankastjórar) verði tveir í framtíðinni. Tillögur okkar snúast því fyrst og fremst um að auka völd aðstoðar- eða varaseðlabankastjóra (orð sem fara illa í íslensku máli) og láta bankastjórana mynda bankastjórn, að erlendri fyrirmynd. Nánar tiltekið leggjum við til útgáfu af danska kerfinu, en undirstrikum forystuhlutverk formanns bankastjórnar – seðlabankastjóra. Við leggjum ekki til að aðalseðlabankastjórar verði þrír. Við mælum með því í skilabréfi okkar að núverandi seðlabankastjóri sitji út skipunartíma sinn, verði formaður bankastjórnar og seðlabankastjóri landsins.Ráðningarferlið Við leggjum til að ráðningarferli bankastjóra verði strangara en nú er. Enn sem fyrr skal auglýsa embætti bankastjóra og skipa valnefnd til að meta hæfni umsækjanda. Við gerum þá breytingu á ferlinu að ráðherra sé skylt að velja hæfasta umsækjandann. Ef ráðherra velur umsækjanda sem valnefndin telur ekki mjög vel hæfan, er málinu vísað til umsagnar og ákvörðunar Alþingis.Réttur umsækjanda til að óska nafnleyndar Réttur einstakra umsækjenda um opinber störf til að óska nafnleyndar er breytilegur eftir löndum. Nafnleynd er leyfð í Danmörku en ekki í Noregi. Við leggjum aðeins til að einstakir aðilar geti sótt um nafnleynd. Nafnleynd hvílir ekki sjálfkrafa yfir öllu ferlinu. Ef ráðherra velur umsækjanda, sem óskað hefur nafnleyndar, verður ráðherra að birta skýrslu dómnefndar um umsækjandann. Ef sá er ekki talinn mjög vel hæfur, fer málið til Alþingis og nafnleynd er létt af öllum umsækjendum. Við nafnleynd eru kostir og gallar. Kostirnir lúta að því að hvetja mjög hæfa einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu til að sækja um embætti bankastjóra. Slíkir einstaklingar kunna að hika við að sækja um ef þeir geta ekki óskað nafnleyndar. Við höfum í huga til dæmis sérfræðinga innan Seðlabankans sem sækja á móti yfirmönnum sínum eða Íslendinga sem starfa hjá erlendum fjármálastofnunum. Tilgangur okkar með nafnleynd er því að fjölga hæfum umsækjendum.Lokaorð Í umræðunni um tillögur okkar verður mönnum tíðrætt um pólitíska spillingu á Íslandi og telja að í slíku umhverfi sé heppilegast að í Seðlabanka Íslands sé bankastjórn með einum valdamiklum bankastjóra, ólíkt því sem gerist til dæmis á Norðurlöndunum. Við teljum kerfi með einum bankastjóra vera óskynsamlegt bæði af pólitískum og hagfræðilegum ástæðum. Margir segja að núverandi kerfi, sem varð til á nokkrum vikum í febrúar 2009, hafi reynst vel. Árangurinn stafar einkum af því að sitjandi seðlabankastjóri, sem er mjög fær og reyndur á sínu sviði, hefur ekki gernýtt þau völd sem gildandi lög gefa honum. En hann á formlega aðeins rúm fjögur ár eftir í starfi og hefur haft við orð í fjölmiðlum að hann íhugi að hverfa fljótlega til starfa erlendis. Þegar skipulag seðlabanka er ákveðið, þarf að horfa langt fram á veginn, fram hjá sitjandi seðlabankastjóra og ríkisstjórn.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar