Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. apríl 2025 14:31 Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar