Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið 14. mars 2015 13:00 Vladimír Pútín Forseti Rússlands virðist hafa í nógu að snúast þessa dagana.fréttablaðið/EPA Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent