Lýsing á leik Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. mars 2015 07:00 Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna!
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar