Aron um Ólaf Stefáns: Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2015 06:30 Aron segir Ólaf vera kláran í slaginn. Vísir/Daníel „Hann hefur litið vel út á æfingum og hefur ekki glatað neinu af leikskilningi sínum,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Danmerkurmeistara Kolding, en félagið tilkynnti í gær að Ólafur Stefánsson muni spila með því gegn Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Zagreb um næstu helgi og síðari leikurinn er í Kaupmannahöfn viku síðar. Ólafur byrjaði að æfa með félaginu í síðustu viku og gengi það vel myndi hann spila. Það er nú ljóst að hann mun gera það enda hefur hann litið vel út á æfingum. „Hreyfingarnar eru að koma og hann var fljótur að komast inn í spilið hjá okkur. Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang. Það er ekkert rosalega mikið dýnamít í öxlinni á honum núna en við erum að ná því upp. Svo þegar hann kemur í leik þá lætur hann frekar vaða. Annars er Óli í flottu formi og þetta lítur vel út. Hann hefur haft mjög gaman af þessu og er eins og barn að leika sér.“ Aron segir að ekki komi til greina að Ólafur beri leik liðsins uppi heldur mun hann leysa Svíann Kim Andersson af hólmi en hann er að spila þó svo hann sé ekki alveg heill heilsu. „Það væri frábært ef hann gæti tekið tíu mínútur við og við. Hann er reynslumikill og getur komið inn með mörk og sendingar. Auðvitað ró og reynslu líka á erfiðum útivelli,“ segir Aron en hann gæti líka spilað með Ólaf og Andersson saman. „Kim hefur spilað á miðjunni stundum í vetur og það gæti vel farið svo að ég prófi það og þá með Óla í skyttunni. Við þurfum að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb og ég er bjartsýnn á að það takist enda erum við með reynslumikið lið.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Hann hefur litið vel út á æfingum og hefur ekki glatað neinu af leikskilningi sínum,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Danmerkurmeistara Kolding, en félagið tilkynnti í gær að Ólafur Stefánsson muni spila með því gegn Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Zagreb um næstu helgi og síðari leikurinn er í Kaupmannahöfn viku síðar. Ólafur byrjaði að æfa með félaginu í síðustu viku og gengi það vel myndi hann spila. Það er nú ljóst að hann mun gera það enda hefur hann litið vel út á æfingum. „Hreyfingarnar eru að koma og hann var fljótur að komast inn í spilið hjá okkur. Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang. Það er ekkert rosalega mikið dýnamít í öxlinni á honum núna en við erum að ná því upp. Svo þegar hann kemur í leik þá lætur hann frekar vaða. Annars er Óli í flottu formi og þetta lítur vel út. Hann hefur haft mjög gaman af þessu og er eins og barn að leika sér.“ Aron segir að ekki komi til greina að Ólafur beri leik liðsins uppi heldur mun hann leysa Svíann Kim Andersson af hólmi en hann er að spila þó svo hann sé ekki alveg heill heilsu. „Það væri frábært ef hann gæti tekið tíu mínútur við og við. Hann er reynslumikill og getur komið inn með mörk og sendingar. Auðvitað ró og reynslu líka á erfiðum útivelli,“ segir Aron en hann gæti líka spilað með Ólaf og Andersson saman. „Kim hefur spilað á miðjunni stundum í vetur og það gæti vel farið svo að ég prófi það og þá með Óla í skyttunni. Við þurfum að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb og ég er bjartsýnn á að það takist enda erum við með reynslumikið lið.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira