Karen: Tókum til hjá okkur og löguðum sóknarleikinn Ingvi Þór SÆmundsson skrifar 6. mars 2015 06:45 Karen Helga Díönudóttir fer fyrir Haukaliðinu. vísir/valli Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira