Fjöldi fólks við útförina guðsteinn bjarnason skrifar 4. mars 2015 07:00 Þúsundir manna fylgdu Nemtsov til grafar í Moskvu. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira