TiSA Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2015 07:00 TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar